Tígrisrækjurnar hans Sissa⌑ Samstarf ⌑
Rækjur í forrétt; smáréttir

Þessar grilluðu tígrisrækjur fengum við í matarboði Áttunnar hjá Kalla og Henný á dögunum (já við erum í matarklúbbi sem heitir Áttan og hét það lööööngu áður en samfélagsmiðlahópurinn Áttan varð til, hahaha).

Tígrisrækjur

Sissi vinur þeirra sem er algjör meistarakokkur hafði boðið þeim í þær einu sinni og sent þeim uppskriftina sem ég síðan fékk senda til mín. Ætli þetta virki ekki alltaf þannig með allt sem gott er að uppskriftir ganga manna á milli og hún er hún komin hingað fyrir ykkur að njóta.

Catena Chardonnay hvítvín

Catena Chardonnay hvítvínið fór einstaklega vel með þessum rækjum þar sem þær eru bragðmiklar og góðar.

Risarækjur; forréttur

Þessi réttur er fullkominn forréttur en getur einnig verið sem partur af smáréttahlaðborði. Þá gæti til dæmis verið sniðugt að leggja öll spjótin á ílangt fat með klettasalat undir og limebáta hér og þar til skrauts. Brauðið, osturinn og sósan gætu svo verið til hliðar og fólk skammtað sér sjálft.

Catena Chardonnay hvítvín

Það er skemmtilegt hvernig júkkan speglast í glösunum líkt og það sé eitthvað grænt og greinótt ofan í þeim.

Risarækjur í kryddlegi

Tígrisrækjurnar hans Sissa

Fullkominn forréttur fyrir 5-7 manns eða sem smáréttur

Rækjur

 • 800-1000 g tígrisrækja
 • 250 ml ólífuolía
 • 4 hvítlauksrif (pressuð/rifin)
 • 2 x skalottlaukur (fínt saxaðir)
 • 1 lúka steinselja (fínt söxuð)
 • 1 lúka kóríander (fínt saxað)
 • 1 x lime (börkurinn rifinn smátt)
 • 1 x rautt ferskt chili (smátt saxað)
 • 1 tsk. maldonsalt
 • ¼ tsk. pipar
 • ½ tsk. Chili Explosion krydd
 • Bambuspinnar
 1. Afþýðið, skolið og þerrið rækjurnar.
 2. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál og bætið þá rækjunum út í.
 3. Veltið rækjunum vel upp úr blöndunni, plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti 2 klukkustundir en þetta má einnig gera kvöldinu áður.
 4. Raðið 3 rækjum á hvern bambuspinna (gott að leggja þá fyrst í bleyti í vatn) og grillið við meðalháan hita í um 3 mínútur á hvorri hlið eða þar til þær verða bleikleitar og stinnar. Gott er að pensla afgangs marineringunni á rækjurnar aftur í lokin.

Hvítlaukssósa

 • 180 g sýrður rjómi
 • 180 g Hellmann‘s majónes
 • 2 hvítlauksrif (pressuð/rifin)
 • 1 lúka steinselja (söxuð)
 • 1 x lime (safinn)
 • 1 tsk. salt
 • ¼ tsk. pipar
 • 1 tsk. Chili Explosion
 1. Allt sett í skál og hrært vel saman.
 2. Gott er setja sósuna í ísskáp og leyfa henni að standa í um 1-2 klst áður en hún er borin fram en hana má einnig gera deginum áður og geyma í lokuðu íláti í kæli.

Annað meðlæti

 • 1 x baguette brauð
 • 1 poki klettasalat
 • Parmesan ostur
 • Virgin ólífuolía
 • Maldon salt
 • Lime (til skrauts)
 1. Skerið brauðið í sneiðar, raðið á ofngrind.
 2. Penslið sneiðarnar með ólífuolíu og setjið smá maldon salt yfir, ristið í 190° heitum ofni í um 3-5 mínútur eða þar til það er orðið stökkt að utan.
 3. Raðið síðan á disk: Klettasalat, smá virgin ólífuolía, rifinn parmesanostur, brauðsneið, rækjuspjót, limesneið og hvítlaukssósa.
Grillaðar tígrisrækjur

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun