Kransakökubitar⌑ Samstarf ⌑
Kransakökutoppar með núggati; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Marsípan er eitt það besta sem ég veit! Kransakökur, kransakökutoppar, kökur með marsípani og ég gæti líklega haldið endalaust áfram.

Kransakökutoppar með kirsuberjum; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Kransakökutoppar eru afar einföld leið til þess að útbúa dýrindis mola úr marsípani. Sérlega ef maður kaupir það í umbúðum með stút framan á, þá er ekkert eftir nema sprauta, baka og skreyta, namm!

Kransakökutoppar; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Ég sakna þess að sjá ekki kransakökubita í bakaríunum eins og í „gamla daga“ en það er lítið mál að útbúa þessa dásemd sjálfur, hvort sem það er fyrir veislu, jólahátíð eða bara fyrir sjálfan sig. Ég til dæmis bakaði slatta af toppum um daginn og á þá svo bara í frystinum til að næla mér í einn og einn mola þegar marsípanþörfin lætur á sér kræla eða þegar gesti ber að garði.

Odense marsípanið fæst í öllum helstu verslunum líkt og Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaup og víðar.

Kransakökutoppar; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Það er svo ótrúlega einfalt að útbúa kranaskökubita svo ef ykkur langar í eitthvað gott þá mæli ég með þessum hér. Það er til dæmis hægt að fylla þá með núggati eða setja kirsuber á toppinn, eða bara bæði! Einnig er mjög gott að dýfa botninum í dökkt súkkulaði því súkkulaði fer einstaklega vel með marsípaninu.

Kransakökutoppar; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Kransakökubitar

Um 30 stk

 • 2 x 400 g Odense Kransekage marsípan (tilbúið í poka)
 • 150 g Odense Nougat
 • 200 g Odense súkkulaðidropar
 1. Hitið ofninn 200°C.
 2. Klippið gat á endann á marsípanpokanum samkvæmt leiðbeiningum.
 3. Sprautið fast í góða „bústna“ toppa (varist að hafa þá of flata þegar sprautað er).
 4. Þjappið miðjunni niður með endanum á trésleif/öðru álíka til þess að búa til holu fyrir núggatið (það má einnig nota kokteilkirsuber í hluta en þá er það sett í holuna og bakað með toppunum).
 5. Bakið í 8-10 mínútur, fylgist vel með og takið út þegar rendurnar á toppunum fara að dökkna.
 6. Þjappið aftur ofan í holuna varlega með sleif þegar topparnir koma úr ofninum svo hægt sé að koma núggatinu vel fyrir síðar.
 7. Kælið og bræðið á meðan súkkulaðidropana.
 8. Stingið botninum á hverjum toppi í súkkulaðið, skafið aðeins af honum á kanti skálarinnar og leggið á bökunarpappír.
 9. Hitið núggatið í vatnsbaði þar til bráðið, setjið í sprautupoka og fyllið miðjuna á hverjum mola.
 10. Gott er að kæla bitana og þegar núggatið hefur þykknað að nýju eru þeir tilbúnir til þess að njóta þeirra.
Odense súkkulaði; Odense marsípan; Odense marcipan; Odense nougat

Þetta er svo dásamlega gott og einfalt og þessir súkkulaðidropar eru guðdómlegir. Ríkt og sætt súkkulaðibragð í hverjum dropa, nammmm!

Kransakökutoppar; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Núggat, marsípan og súkkulaði…..hvað er hægt að biðja um meira!

Kransakökutoppar; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Það er erfitt að standast þessa mola.

Kransakökutoppar; Odense marsipan; Kransekage; kransakaka; konfekt

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun