Kókostoppar með jólaívafi



Ef ykkur vantar eitthvað fljótlegt, fallegt og gott þá mæli ég með þessum!

Toppar

  • 4 stk eggjahvítur
  • 250 g sykur
  • 100 g gróft kókosmjöl frá “Til hamingju”

Skraut

  • 250 g suðusúkkulaði
  • 2-3 jólastafir

  1. Stífþeytið saman eggjahvítur og sykur þar til topparnir halda sér.
  2. Vefjið kókosmjölinu saman við með sleif.
  3. Sprautið væna toppa með stórum stjörnustút á bökunarplötu.
  4. Bakið í um 30 mínútur við 150°C.
  5. Kælið, bræðið suðusúkkulaðið og myljið jólastafina.
  6. Dýfið botninum á toppunum í súkkulaði og stráið brjóstsykri á hliðarnar, setjið á bökunarpappír og leyfið að storkna.

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun