Makkarónur með karamellufyllinguMakkarónur Uppskrift

 • 4 bollar flórsykur
 • 2 bollar möndlumjöl
 • 4 eggjahvítur
 • ½ bolli sykur
 • ½ tsk Cream of Tartar
 • Örlítið salt
 1. Setjið möndlur (afhýddar) í blandara/matvinnsluvél og hakkið þar til fínt mjöl (eða kaupið tilbúið möndlumjöl).
 2. Blandið möndlumjöli og flórsykri saman í skál.
 3. Setjið flórsykursblönduna í gegnum sigti í aðra skál og geymið.
 4. Setjið eggjahvítur, Cream of Tartar og salt í hrærivélina og þeytið þar til byrjar að lyftast.
 5. Bætið sykrinum útí og þeytið í um 3-5 mínútur þar til stífþeytt og topparnir halda sér, bætið matarlit útí á þessu stigi og blandið vel.
 6. Hellið flórsykursblöndunni saman við eggjahvíturnar og vefjið saman. Hér þarf að fara sér varlega og varast að hvorki hræra of mikið né of lítið. Miðað er við að vefja á bilinu 65-75 sinnum og þá ætti blandan að vera teygjanleg og fín.
 7. Setjið blönduna í sprautupoka með hringlaga stút sem er um 1,5cm í þvermál (eða klippið gat á sterkan poka.
 8. Sprautið jafna hringi/doppur á bökunarpappír sem eru um 2,5cm í þvermál og hentar vel að sprauta 4×5 kökur á plötuna. Þessi uppskrift gefur um 4 plötur = 80 stk (sem síðan verða 40 þegar búið er að setja krem á milli). Hægt að ná fleiri kökum ef þið sprautið minni hringi.
 9. Þegar búið er að sprauta kökurnar skal slá plötunni nokkrum sinnum í borðið til að losna við loft úr kökunum (gott að gera þetta jafnóðum við hverja plötu).
 10. Látið kökurnar standa í 30-45 mínútur áður en þær eru bakaðar og stillið ofninn á 130 gráður (blástursofn).
 11. Bakið í um 15 mínútur og kælið.
 12. Skreytið með hvítu súkkulaði (ef vill). Bræðið og setjið í poka, klippið agnarlítið gat á eitt hornið og rennið fram og tilbaka yfir kökurnar á bökunarpappír.
 13. Þegar súkkulaðið hefur storknað skal para saman kökur og snúa á hvolf.

Kremið

 • 1 bolli smjör
 • 2 bollar púðursykur
 • 2/3 bolli rjómi
 • ½ tsk salt
 • 1 ½ bolli flórsykur
 • Smá tilbúið hvítt Betty Crocker Vanilla Frosting sem hefur verið þykkt aðeins með flórsykri (fyrir kantana)

 1. Bræðið smjör í potti á lágum hita. Þegar það er bráðið, bætið púðursykri og rjóma út í. Hrærið stanslaust yfir meðalhita þar til sykurinn er alveg uppleystur, bætið þá saltinu útí.
 2. Hækkið hitann og leyfið að sjóða í um 2 mínútur.
 3. Takið af hitanum og kælið niður þar til hún byrjar aðeins að þykkna.
 4. Þegar karamellan hefur kólnað niður (má vera örlítið volg) hrærið þá flórsykrinum saman við.
 5. Byrjið á því að sprauta hvítu kremi sem ramma (sjá mynd). Þetta er í raun einungis upp á útlitið að gera þar sem karamellukremið er brúnleitt á litinn og mér fannst fallegra að hafa hvítt með þessu bleika. Ef þið viljið aðeins hafa karamellukrem og útlitið skiptir ekki máli má vel sleppa þessu skrefi.
 6. Sprautið karamellukremi jafnóðum inn í hvíta kremrammann og klemmið saman.
 7. Kælið (geymist vel í kæli allt að 5 daga).

Tags:

One Reply to “Makkarónur með karamellufyllingu”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun