Grillaðir karamellu bananar



Um daginn langaði okkur í góðan eftirrétt til að bjóða upp á í grillveislu hjá okkur. Við höfum oft grillað banana með súkkulaði og finnst gaman að prófa nýjungar í þeim efnum. Að þessu sinni fylltum við banana með Center súkkulaðimolum, suðusúkkulaði og sykurpúðum og ég ætla ekki að segja ykkur hvað þetta var gott!

Skerið rauf í banana, takið endana af og fyllið með Center súkkulaði, suðusúkkulaði og sykurpúðum. Ég reyni alltaf að koma eins miklu súkkulaði fyrir í hverjum banana og mögulegt er. Staðsetjið bananann síðan upp á krumpuðum „álpappírsstandi“ og grillið á meðalhita í nokkrar mínútur eða þar til þið finnið að suðusúkkulaðið er bráðið. Takið þá af og njótið, einnig er gott að hafa smá ís með á disknum.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun