Toblerone ís⌑ Samstarf ⌑
Einfaldur jólaís

Ég hugsa Toblerone ís sé eitthvað sem verður að vera á boðstólnum yfir hátíðirnar fyrir einhverja aðila. Þetta er algjör klassík og allir elska þennan ís, hvað þá þegar hann er borinn fram með heitri Tobleronesósu! Það er mun einfaldara en margur heldur að útbúa heimagerðan ís og þessi hér er einstaklega ljúffengur og góður.

Toblerone ís fyrir jólin

Það er gott að setja hann í kökuform með gati í miðjunni til þess að auðvelt sé að skera hann í sneiðar en einnig má hann fara í eldfast mót/formkökuform ef þið kjósið frekar að nota ísskeið í hann og búa til kúlur.

Hér fyrir ofan er að finna uppskriftamyndband sem sýnir hversu einfalt það er að útbúa heimatilbúinn ís!

Jólaísinn með Toblerone

Toblerone ís uppskrift

 • 7 eggjarauður
 • 100 g sykur
 • 220 g Toblerone, brætt
 • 700 ml rjómi, þeyttur
 • 140 g Toblerone, fínsaxað
 1. Þeytið eggjarauður og sykur saman í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós.
 2. Bræðið 220 g af Toblerone súkkulaði yfir vatnsbaði, kælið það lítillega og hellið því síðan saman við eggjablönduna í mjórri bunu. Blandið vel saman.
 3. Blandið þeytta rjómanum að lokum varlega saman við með sleikju og loks saxaða Toblerone súkkulaðinu.
 4. Plastið að innan hringlaga kökumót með gati í miðjunni (til að auðveldara verði að losa ísinn) og hellið blöndunni þar ofan í og frystið yfir nótt.
 5. Hvolfið síðan forminu á þann disk sem bera á ísinn fram á og berið fram með heitri Toblerone íssósu.

Heit Toblerone íssósa uppskrift

 • 220 g Toblerone súkkulaði
 • 100 ml rjómi
 1. Saxið Toblerone gróft niður og setjið í pott ásamt rjómanum.
 2. Hitið saman við meðalhita þar til súkkulaðið hefur bráðnað, hrærið reglulega í sósunni á meðan.
 3. Leyfið hitanum síðan aðeins að rjúka úr sósunni áður en hún er notuð á ísinn.
 4. Gott er að strá söxuðu Toblerone yfir ísinn ásamt heitu sósunni og fallegt að skreyta með blæjuberjum.
Heimagerður ís með Toblerrone

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun