Hátíðleg ostakaka



⌑ Samstarf ⌑
Ostakaka í eftirrétt

Ostakökur eru sívinsælar og þessi hér er dásamlega ljúffeng með stökkum Oreobotni og mjúkri ostaköku með stökkum Marabou Daim bitum. Það er ýmist hægt að setja þessa köku í form líkt og hér er gert og skera í sneiðar en einnig er hægt að skipta uppskriftinni niður í nokkur minni glös og þá mætti sleppa gelatíninu. Það er hins vegar nauðsynlegt að hafa matarlímið ef þið gerið heila köku og viljið að hún standi vel.

Ostakaka uppskrift

Mmm þessi hér er svo góð!

Hér fyrir ofan finnið þið uppskriftamyndband!

Einföld ostakaka

Ostakaka uppskrift


Botn

  • 1 pk Oreo kex (16 kökur)
  • 70 g brætt smjör
  1. Setjið kexið í matvinnsluvél/blandara og myljið vel niður.
  2. Setjið bökunarpappír í botninn á um 20 cm smelluformi og spreyið það síðan að innan með PAM (matarolíuspreyi).
  3. Hrærið smjörinu saman við og þjappið kexblöndunni í botninn á smelluforminu, kælið á meðan annað er útbúið.

Fylling og skreyting

  • 500 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita
  • 150 g sykur
  • 100 g flórsykur
  • 200 g hvítt Toblerone (brætt)
  • 3 gelatínblöð (+ 60 ml vatn)
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 150 g Marabou Daim bites (gróft saxað + meira til skrauts)
  • 250 ml þeyttur rjómi
  • Driscolls jarðarber, hindber og blóm til skrauts
  1. Leggið gelatínblöðin í bleyti í kalt vatn í nokkrar mínútur.
  2. Hitið 60 ml af vatni að suðu, vindið gelatínblöðin upp úr kalda vatninu og setjið saman við, eitt í einu og hrærið á milli þar til þau eru uppleyst. Hellið blöndunni í skál og leyfið að ná stofuhita.
  3. Bræðið á meðan Toblerone og leggið til hliðar.
  4. Þeytið næst saman rjómaost, sykur, flórsykur og vanillusykur.
  5. Hellið matarlímsblöndunni saman við og því næst bræddu Toblerone.
  6. Blandið nú þeytta rjómanum varlega saman við með sleif og setjið að lokum Daim bites saman við og hellið í smelluformið, ofan á kexbotninn.
  7. Plastið og geymið í kæli í að minnsta kosti fjórar klukkustundir eða yfir nótt.
  8. Rennið hníf varlega meðfram smelluforminu áður en þið losið kökuna úr og skreytið.
  9. Skreytið með hindberjum, jarðarberjum, Daim bites og ferskum blómum.
Ostakaka með Marabou Daim súkkulaðibitum

Þessir Daim bitar eru alveg svakalega góðir, hvort sem ykkur langar til þess að borða þá eina og sér eða nýta þá í bakstur eða annað góðgæti.

Ostakaka með Oreo og Daim

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun