Klassískar pönnukökurKlassískar pönnukökur uppskrift

Pönnukökur eru klassískur, fallegur og bragðgóður sætur réttur, hvort sem þær eru hluti af hlaðborði, með helgarkaffinu eða sem eftirréttur. Margir eiga það til að gleyma elsku bestu pönnukökunum í öllum þeim nýju og spennandi uppskriftum sem eru alltaf í gangi. Það má auðvitað ekki og því ákvað ég að setja þessa einföldu pönnukökuuppskrift hingað inn til þess að minna á þetta dálæti.

Pönnukökur uppskrift

Klassískar pönnukökur uppskrift

 • 330 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. matarsódi
 • 30 g sykur
 • ½ tsk. salt
 • 3 egg
 • 120 g brætt smjör
 • 700 ml mjólk
 • 1 glas vanilludropar (30 ml)
 1. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda, sykur og salt í skál og blandið saman.
 2. Hellið um helmingnum af mjólkinni saman við og hrærið þar til kekkjalaust, þykkt deig hefur myndast.
 3. Setjið þá restina af mjólkinni, eggin, brætt smjörið og vanilludropana saman við, skafið vel niður hliðarnar og botninn þar til slétt og fremur þunnt deig hefur myndast.
 4. Bakið pönnukökur á fremur háum hita og setjið örlítið smjör á pönnuna reglulega.
 5. Uppskriftin gefur um 20 pönnukökur.
Pönnukökur eins og mamma gerir þær

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun