
Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég hef bakað eða grillað bæði banana, epli og aðra ávexti og nú var komið að perunum. Perur eru nefnilega alveg dásamlegar að mínu mati og ávöxtur sem oft vill gleymast.

Bakaðar perur
Fyrir 4-6
- 3 stykki perur (meðalstórar)
- Kanill
- Maple sýróp
- Til hamingju granóla
- Haagen Dazs dulce de leche ís
- Hitið ofninn í 190° C.
- Skerið perurnar í tvennt, langsum og hreinsið innan úr miðjunni. Gott að gera smá holu fyrir sýróp og granóla.
- Raðið peruhelmingunum á bökunarplötu, penslið með maple sýrópi, setjið kanil yfir og bakið í um 15 mínútur.
- Takið þá út, fyllið holurnar af granóla og bakið aftur í um 15 mínútur.
- Setjið smá sýróp yfir perurnar þegar þær koma úr ofninum og því næst góða skeið af ís og njótið.

Bakaðar perur með kanil, sýrópi, granóla og ís, hinn fullkomni eftirréttur………….namm!

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM