Morgunverðarskál



⌑ Samstarf ⌑
Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Það er gaman að dunda sér við að útbúa gómsætan morgunverð þegar tími gefst til og hér er á ferðinni holl og góð morgunverðarmáltíð.

Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Notast er við gríska jógúrt, ávexti og granóla og dætur mínar voru afar hrifnar af þessum skálum. Skálarnar á myndinni ásamt öðrum vörum eru frá Húsgagnahöllinni og finnst mér Sandvig línan frá Broste algjörlega guðdómleg.

Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Morgunverðarskál

Fyrir 2-3

  • 1 dós grísk jógúrt (350 g)
  • Um 10 frosin jarðaber
  • Ein lúka frosin bláber
  • 1 banani
  • 1 msk. agave sýróp
  • Fersk bláber, jarðaber, banani og granóla
  1. Setjið allt nema fersku ávextina og granóla saman í blandarann.
  2. Blandið þar til slétt og fellt og hellið þá í 2-3 skálar (eftir stærð).
  3. Setjið fersk ber, bananasneiðar og granóla ofan á.
Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Hér fyrir neðan er upptalning á þessum fallegu vörum sem allar fást í Húsgagnahöllinni.

Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Þessi vasi er æðislegur og plönturnar passa fullkomlega í hann og þær eru mjög raunverulegar.

Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Sandvig línan frá Broste er svo falleg, hægt er að fá kökudiska, matardiska og allt milli himins og jarðar í þessari línu og ef ég gæti átt mörg margarstell, væri þetta sannarlega eitt af þeim!

Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Ég splæsti hins vegar á mig servíettuhringjunum og tauservíettunum þar sem það er svo fallegt að leggja á borð með því. Síðan er auðvitað hægt að nota hringina með hvaða servíettum sem er þar sem þeir eru hlutlausir og fallegir.

Morgunverðarskál, smoothie skál, acai skál með ávöxtum og granóla í Broste skálum frá Húsgagnahöllinni

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun