Mexíkó fiskur



⌑ Samstarf ⌑
Mexíkó fiskur með hrísgrjónum og nachos

Ofnbakaðir fiskréttir henta vel sem kvöldmatur virka daga að mínu mati. Það er hægt að gera ýmiss konar sósur, meðlæti og gott að reyna að breyta reglulega til þegar kemur að slíkum réttum.

Mexíkó fiskur með hrísgrjónum og nachos

Við erum mikið fyrir mexíkóskan mat og höfum oft notað mexíkósku súpuna frá TORO sem grunn í kjúklingasúpu til þess að flýta fyrir okkur. Núna hins vegar prófaði ég að nota hana sem grunn í sósu fyrir þennan fiskrétt og það get ég sagt ykkur að fatið kláraðist upp til agna!

Mexíkó fiskur með hrísgrjónum og nachos

Mexíkófiskur

Fyrir um 4-5 manns

  • 800 g þorskhnakkar
  • 1 stk. laukur
  • 100 g gular baunir (maísbaunir)
  • 1 ½ pakki mexíkósk súpa frá TORO
  • 500 ml rjómi
  • 400 ml vatn
  • Rifinn ostur (gouda og cheddar í bland)
  • Nachosflögur
  • Lime og kóríander
  • Olía til steikingar
  • Salt og pipar
  • Hrísgrjón
  1. Hitið ofninn í 180°C.
  2. Skerið þorskinn í bita og raðið í botninn á eldföstu móti.
  3. Saxið laukinn niður, steikið upp úr olíu, saltið og piprið, setjið síðan yfir fiskinn í fatinu.
  4. Í sama potti má nú hella rjóma og vatni og hræra súpuduftið saman við. Leyfið að malla í nokkrar mínútur.
  5. Setjið gular baunir yfir fiskinn, hellið næst súpunni jafnt yfir allt og rífið ost yfir.
  6. Bakið í ofninum í um 20 mínútur, myljið þá nachosflögur yfir og bakið áfram í um 15 mínútur.
  7. Á meðan er gott að sjóða hrísgrjónin, leggja á borð og skera niður lime og kóríander til að strá yfir í lokin.
Mexíkó fiskur með hrísgrjónum og nachos

Mæli sannarlega með því að þið prófið þessa útfærslu af fiskrétt, okkur fannst hún í það minnsta virkilega góð.

Mexíkó fiskur með hrísgrjónum og nachos

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun