Aðventan nálgast og margir að undirbúa hátíðirnar. Þessum undirbúningi fylgja oft margar samverustundir með þeim sem okkur þykir vænt um og mikilvægt að gera vel við sig í mat og drykk á þessum tíma. Það er svo notalegt að setjast niður og hafa það huggulegt og með góðum ostabakka verður sú stund enn betri.

Einhver sagði einu sinni við mig að gráðaostur og piparkökur væru hin fullkomna tvenna svo það er að sjálfsögðu vel við hæfi að nýta aðventuna til þess að prófa þá samsetningu.

Það er gaman að nota hringlaga disk/bakka og útbúa nokkurs konar krans úr hráefnunum þegar hátíðirnar nálgast líkt og hér er gert.

Hátíðarbakki
- 2 x mildur hvítmygluostur
- Gráðaostur
- Ostateningar (havartí)
- 1 bréf hráskinka
- Nokkrar sneiðar af salami
- Makkarónur
- Þurrkaðar fíkjur
- Möndlur
- Kex
- Mandarínur
- Vínber
- Epli
- Jarðarber
- Göteborg piparkökudropar með hvítu súkkulaði
- Göteborg piparkökudropar með mjólkursúkkulaði
- Göteborg piparkökuhjörtu
- Skerið niður epli og havartí ost.
- Finnið hringlaga bakka og útbúið nokkurs konar krans úr öllum hráefnunum.
- Raðið smá hér og þar, reynið að raða þétt og halda hringlaga mynstrinu eins og unnt er.
- Gott er að setja litla skál í miðjuna og raða upp að henni, hafa síðan jafn mikið bil frá kantinum að utanverðu. Síðan fjarlægja skálina í miðjunni áður en bera á bakkann fram.

Piparkökukúlurnar frá Göteborgs koma síðan bæði með hvítu og ljósu súkkulaði og fullkomna bakkann heldur betur. Það má auðvitað setja þær í skál eða allar saman en mér fannst gaman að nota þær eins og „jólakúlur“ og skreyta ostakransinn með þeim.

Mmmm….
