Fallegur ostabakki með fylltum kirsuberjatómötum⌑ Samstarf ⌑
Chesseplatter; ostabakki; ostabakkahugmynd

Það hefur líklega ekki farið fram hjá ykkur að mér finnst mjög gaman að útbúa ostabakka!

Tómatar með fyllingu

Það er svo gaman að bjóða upp á fallegan ostabakka eða mæta með slíkan í veislu þegar allir eru að slá saman í eitthvað góðgæti.

Rauðvín; Torres Coronas Tempranillo
Torres Coronas Tempranillo

Það er mikilvægt að hafa sitt lítið af hverju þegar raðað er saman á bakka og hér fyrir neðan kemur frábær hugmynd af ostabakka og meðlæti.

Cheese platter

Það er gott að hafa mismunandi áferð á því sem boðið er upp á. Harða osta í bland við mjúka, brauð í bland við kex, ávexti, sultur, eitthvað sætt og álegg.

Dökkt súkkulaði

Á þessum bakka er eftirfarandi:

 • Primadonna ostur
 • Dala Auður
 • Gullostur
 • Óðals Havartí í bitum
 • Silkiskorið salami
 • Hráskinka
 • Piparhúðaðar döðlur
 • 70% dökkt Lindt súkkulaði brotið niður
 • Hnetublanda
 • Kex
 • Baguette í sneiðum
 • Þurrkuð trönuber
 • Vínber
 • Mandarínur
 • Brómber
 • Epli í sneiðum
 • Grillaðar paprikur í kryddlegi
 • Fylltir kirsuberjatómatar (uppskrift hér að neðan)
Tómatar með rjómaosti

Þessir fallegu, fylltu kirsuberjatómatar hittu aldeilis í mark og hér fyrir neðan kemur uppskrift fyrir ykkur.

Silencio Virgin ólífuolía

Fylltir kirsuberjatómatar

 • 2 x box kirsuberjatómatar
 • 200 g rjómaostur við stofuhita
 • 2 msk. söxuð fersk basilika
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Silencio virgin ólífuolía, balsamikgljái og fersk basilika yfir í lokin
 1. Skerið örlítið ofan af hverjum tómati og holið hann aðeins að innan. Gott að nota lítinn beittan hníf og skera nokkurs konar keilu í hann til að koma aðeins meiri osti fyrir.
 2. Hrærið saman rjómaosti og basiliku, smakkið til með salti og pipar.
 3. Setjið í poka og klippið lítið gat á endann, sprautið í hvern tómat og raðið þeim þétt saman í skál/á disk.
 4. Setjið smá virgin ólífuolíu, balsamikgljáa og ferska basiliku yfir tómatana.
 5. Þennan rétt má borða einan og sér eða hafa sem hluta af ostabakka, smáréttahlaðborði eða öðru.
Fylltir kirsuberjatómatar

Namm þetta var svooooo gott!

Rauðvín með ostum

Rauðvín er eitthvað sem er ómissandi með ostum og Torres Coronas Tempranillo passar einstaklega vel með þessum dásamlegheitum.

Cheese platter

Svo fallegur og allir elskuðu þessa samsetningu.

Ostabakki

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM og það er gaman þegar þið merkið færslur þegar þið prófið uppskriftir og hugmyndir af síðunni, @gotterioggersemar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun