Það er mjög mikilvægt að baka oft og reglulega á aðventunni og helst borða hverja sort jafnóðum! Smákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!

Namm!

Sætar súkkulaðibitakökur
Um 30-35 stykki
Súkkulaðibitakökur uppskrift
- 380 g hveiti
- 1 tsk. matarsódi
- 1 tsk. salt
- 230 g smjör við stofuhita
- 100 g sykur
- 250 g púðursykur
- 2 egg
- 2 tsk. vanilludropar
- 100 g smátt saxaðir Marabou Daim bitar
- 100 g dökkir súkkulaðidropar
- Blandið saman hveiti, matarsóda og salti, leggið til hliðar.
- Þeytið smjör, sykur og púðursykur þar til létt og ljós blanda hefur myndast.
- Bætið eggjunum saman við, einu í einu og skafið niður á milli ásamt vanilludropunum.
- Bætið næst hveitiblöndunni saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli
- Að lokum fara Marabou Daim bitarnir og súkkulaðidroparnir saman við.
- Plastið skálina og geymið í kæli í að minnsta kosti 4 klukkustundir, líka í lagi að geyma deigið í kæli yfir nótt svo lengi sem það er vel plastað.
- Hitið ofninn í 175°C og setjið kúfaða matskeið af deigi í kúlu fyrir hverja köku, hafið gott bil á milli. Gott að raða um það bil 3 x 4 kúlum á hverja plötu.
- Bakið í 12-15 mínútur eða þar til kökurnar fara að gyllast vel á köntunum.
- Leyfið þeim síðan alveg að kólna áður en þið skreytið þær.
Skreyting
- 300 g dökkt súkkulaði (brætt)
- 50 g saxaðir Marabou Daim bitar
- Dýfið hverri köku til hálfs í súkkulaði, leyfið því aðeins að leka af, skafið af botninum og leggið kökurnar á bökunarpappír.
- Stráið söxuðum Marabou Daim bitum yfir súkkulaðið áður en það storknar.
Það er mjög mikilvægt að baka oft og reglulega í desember og helst borða hverja sort jafnóðum! Smákökur eru alltaf bestar nýbakaðar að mínu mati og þessar hér, maður minn! Þær voru guðdómlegar nýbakaðar með ískaldri mjólk!

Daim Bites eru klárlega nýja uppáhalds nammið mitt, það er eitthvað við áferðina sem fær mig til að laumast sífellt í næsta bita!

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Gerum daginn girnilegan