Pekanhnetukökur⌑ Samstarf ⌑
Pekanhnetukökur

Smákökur gleðja svo sannarlega á aðventunni og hér kemur ein dásamleg uppskrift með pekanhnetum.

Smákökur með pekanhnetum

Pekanhnetukökur

Um 35 stykki

 • 170 g Til hamingju pekanhnetur
 • 310 g hveiti
 • 1 tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 220 g smjör við stofuhita
 • 200 g sykur
 • 100 g púðursykur
 • 2 egg
 • 1 tsk. vanilludropar
 1. Saxið pekanhneturnar niður, dreifið úr þeim á bökunarplötu og ristið við 190°C í 5-7 mínútur, hrærið nokkrum sinnum í á meðan og leyfið þeim síðan að kólna aðeins á meðan annað er útbúið.
 2. Setjið hveiti, matarsóda og salt í skál, geymið.
 3. Þeytið smjör og báðar tegundir af sykri þar til létt og ljóst, skafið nokkrum sinnum niður á milli.
 4. Bætið eggjum og vanilludropum saman við og skafið aftur niður á milli.
 5. Næst fer hveitiblandan saman við og um ¾ af söxuðu pekanhnetunum (restina notið þið ofan á kökurnar).
 6. Nú má hnoða deigið aðeins saman í höndunum, plasta það og kæla í að minnsta kosti 2 klukkustundir.
 7. Rúllið þá í kúlur (notið um 1 matskeið), raðið á bökunarpappír með gott bil á milli og þrýstið aðeins ofan á hverja kúlu.
 8. Stráið restinni af pekanhnetunum yfir kökurnar og bakið við 175°C í 15-17 mínútur.
Smákökur með pekanhnetum

Pekanhnetur eru einar af mínum uppáhalds hnetum og set ég þær í alls kyns uppskriftir, nú eða borða bara einar og sér!

Smákökur fyrir jólin

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun