Fræhrökkbrauð⌑ Samstarf ⌑
Fræhrökkbrauð

Hér er á ferðinni ofureinfalt fræhrökkbrauð sem er fullt af góðri orku!

Fræhrökkbrauð

Það er tilvalið að skella í þessa uppskrift og eiga síðan hollt og gott snarl í boxi út vikuna.

Fræhrökkbrauð

 • 100 g Til hamingju sólblómafræ
 • 100 g Til hamingju graskersfræ
 • 100 g Til hamingju sesamfræ
 • 40 g Til hamingju chiafræ
 • 30 g Til hamingju hörfræ
 • 1 tsk. sjávarsalt (+ meira yfir í lokin sé þess óskað)
 • 2 tsk. rósmarín eða annað krydd sem þið óskið (má líka sleppa)
 • 370 ml vatn
 1. Hrærið fræjum og kryddum saman.
 2. Hellið vatninu yfir, blandið vel og leyfið að standa í um 30 mínútur og hrærið nokkrum sinnum upp í blöndunni á meðan.
 3. Setjið bökunarpappír í tvær ofnskúffur, skiptið blöndunni til helminga og dreifið úr henni. Gott er að setja annan bökunarpappír ofan á og rúlla út með kökukefli eða með höndunum.
 4. Blandan má vera um 4 mm þykk og hvor blanda þekur rúmlega helming bökunarplötunnar. Gott er að strá smá sjávarsalti yfir blönduna áður en hún fer í ofninn.
 5. Bakið við 160°C í um 1 klukkustund og 10 mínútur.
 6. Takið úr ofninum, leyfið að kólna í um 30 mínútur og brjótið síðan niður.

Yndislegu Til hamingju vörurnar eru nú komnar í nýjar umbúðir svo nú er enn auðveldara að finna þær í næstu verslun.

Fræhrökkbrauð

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun