Harry Potter afmælisveislaHún Inga vinkona mín og snillingur með meiru hélt þessa Harry Potter veislu í tilefni af 7 ára afmæli Stefáns Kára á dögunum. Hún og Stefán eldri eru mikil veisluhjón og hér er hugsað út í hvert smáatriði.

Ég bað Ingu að taka saman helstu upplýsingar fyrir mig og set þær hér fyrir neðan og leyfi síðan myndunum að tala sínu máli.

Afmæliskaka

Súkkulaði Betty með búðing ala gotteri.is

Gamaldags smjörkrem flórsykur, smjör, vanilla og mjólk

Hugmyndina fékk ég úr fyrstu myndinni þegar Hagrid færði Harry fyrstu afmæliskökuna sem hann hafði fengið frá þvi að foreldrar hans létust. Hagrid var með kökuna í vasanum, hafði óvart sests á hana og kakan var líka með stafsetningarvillu.

Snákakaka

Vanillubetty með búðing

Súkkulaði smörkrem með kakó og bræddum súkkulaðidropum

Rice Krispies kökur

Þær allra vinsælustu í okkar fjölskyldu og vinahóp

Uppskrift hjá gotteri.is Rice Krispies kransakaka (ljós) notið helminginn af uppskriftinni nema allt rice krispies-ið.

Ég gerði tvær uppskriftir því hér eru allri alveg sjúkir í þær! Eina með hvítu hina með gulu candy melts.

Melónusneiðar

Allir krakkar elska melónu og ég hef haft þetta nánast í hverju barna afmæli undanfarin 16 ár! Búin að útfæra þetta í gegnum árin og best finnst mér að taka börkin af og stinga priki í endann. Þá enda líka ekki melónuafgangar út um allt hús. Síðustu ár hef ég keypt prik í Söstrene Grene.

Lint kúlur með karemellu

Áttu að vera gullna eldingin við klipptum út vængi og límdum á 

Troll hlaupormar – þeim var raðað út um allt.

Nammibar

 • Súkkulaði froskar eins og Harry keypti sér í lestinni á leiðinni til Hogwardsskóla (Góa)
 • Karamelludýr (Góa)
 • Troll hlaupormar
 • Paprikuskrúfur
 • Litlir Haripo hlauppokar
 • Pappabox keypt í söstrene grene
 • Kjúklingaspjót (frá Stórkaup)
 • Mini pizzur (frá Stórkaup)
 • Pulled pork miniborgarar m/ ruccola, tómatar, gúrka, sultaður laukur, bbq og mæjó
 • Brauðbollur úr Costco

Svo var farið með alla út í ratleik til að finna viskusteininn, eftir það var farið í röð til að slá pinata/köttinn úr tunnunni. Nammikassann hef ég búið til úr kassa utan af morgunkorni fyllt af sælgæti sem er innpakkað og pakkað síðan inn og skreytt kassann. Þessi leikur er alltaf vinsæll og best að gera úti ef veður leyfir (obbs og Berglind gleymdi að taka mynd af krökkunum að slá í nammikassann).

Staurinn fyrir utan var gamall úr tveggja ára Sesami Street afmælinu hans Stefáns Kára, Elín 17 ára systir hans endur málaði hann í “lestarbrautar-staur”

Skraut

Gylltir diskar og gaflar eru úr sjóræningja afmælinu frá því í fyrra (flest allir plastdiskar,glös og gafflar/skeiðar sem þola uppþvottavél og er því tilvalið að nota aftur eða gefa áfram í næsta afmæli) Ég skreytti síðan borðin með Harry potter dóti sem til var. Uglu og búr fengum við lánað hjá systur minni. Foosh flöskurnar eru örugglega 7 ára og ganga á mlli mín og systur minnar þegar er afmæli og krakkaboð. 

Fallega afmælisborðið

Froosh krúsir eru snilld!

Hér var hægt að fylla á Froosh krúsirnar.

Krúttlegustu systrabörnin Stefán og Soffía.

Svo er það hin Soffían í lífinu hans Stefáns….já hann er umvafinn Soffíum!

Arininn með öllum brefunum til Harrys er eitt af uppáhlalds atriðunum okkar úr fyrstu myndinni og tilvalið að gera enda mjög auðvelt. Umslög, svartur penni, girni, og límband. Forskriftina tókum við úr íslensku bókinni sem vorum nýlega búin að lesa.

Geggjað flott hjá systrunum sem föndruðu þetta saman, Inga og Ragnhildur!

Vildi óska ég skrifaði svona vel!

Húsið var allt undirlagt í Harry Potter þema….

Í anddyrinu….

….meira að segja á baðherberginu, kunni nú ekki við að mynda ofan í klósettið hjá þeim en þessi draugur var líka þar þegar maður opnaði setuna, tíhí!

Gjafapokar

Einfaldir pappapokar keyptir í grænum markaði sem innhélt smá glaðning prumpublöðru, slím og sælgæti.

Mamma mín sem er föndursnillingur gerði merkninguna og elsta dóttir mín límdi á.

Alsælir afmælisgestir, enda ekki annað hægt í svona dýrindis veislu!

Megið endilega fylgja Gotterí á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun