Dumle íssósaEins og þið hafið líklega tekið eftir finnst okkur í fjölskyldunni gaman að útfæra íssósur, ísdrykki og annað þessháttar.

Það er bara svo æðislegt að geta galdrað fram góðgæti á svipstundu í eldhúsinu þegar gera á vel við sig í stað þess að þurfa að keyra útí búð/sjoppu þegar maður er kominn í kósýgallann.

Að þessu sinni prófuðum við að útbúa íssósu úr dökkum Dumle karamellum en þær minna helst á silkimjúkar Fílakaramellur. Einnig uppgötvuðum við nýtt nammi sem heitir Kina og verð ég að segja að nú er búið að slá Nóa kroppinu út, það er bara svoleiðis.

Með góðum ís og þessum 3 hráefnum var kominn ísréttur fyrir alla fjölskylduna og fleiri til á örskotsstundu.

Karamellusósa

 • 1 poki dökkar Dumle karamellur (má einnig nota ljósar)
 • 1 dl rjómi

Aðferð

 1. Bræðið saman við vægan hita þar til slétt og fellt.
 2. Kælið stutta stund (5 mín) og setjið síðan ríkulega af sósu yfir ísinn.
 3. Gott að setja einnig þeyttan rjóma og Kina súkkulaði yfir í lokin.

Ef það er afgangur af sósunni þá má setja hana í box og geyma í kæli í allt að 10 daga og hita upp aftur í örbylgjuofninum.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun