Ég nýt þeirra forréttinda að búa í Leirvogstungu í Mosfellsbæ og verður að segjast að það sé nokkurs konar sveit í borg.
Við getum til dæmis rölt uppí móann hér við bakgarðinn okkar og nælt okkur í rabbabara sem þar vex í náttúrunni. Dætur mínar stelast óspart í sykurkarið og laumast með það út til að ná sér í rabbabara og dýfa í sykurinn, hverjum þykir það ekki súrsætur draumur.
Við yngri dóttir mín stukkum út einn daginn eftir vinnu/leikskóla og skelltum í rabbabarapæ því okkur langaði í eitthvað gott þennan seinnipartinn. Það tók enga stund að útbúa dýrindis pæ og urðu aðrir fjölskyldumeðlimir einnig glaðir þegar heim var komið.
Rabbabarapæ (uppskrift í tveimur hlutum)
- 350 gr rabbabari
- ½ dl hveiti
- 2egg
- 2 dl sykur
- Þvoið rabbabarann vel og skerið niður í ca 1 cm þykkar sneiðar.
- Blandið saman rababbara og ½ dl af hveiti, sykri og eggjum.
- Setjið í smurt eldfast mót ca 24 cm í þvermál.
- 2 dl hveiti
- 1 ½ dl púðursykur
- 100 gr smjör við stofuhita
- 80gr dökkt súkkulaði, saxað gróft
- Myljið saman púðursykur, hveiti og smjör og dreifið helmingnum yfir rabbabarafyllinguna.
- Dreifið því næst söxuðu súkkulaðinu yfir og að lokum restinni af smjörblöndunni.
- Bakið í uþb 40 mín við 190 gráðu hita. Best volg með rjóma/ ís.
Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó
á að setja lyftiduft í rabbabara uppskriftina? Í uppskrift sem kallast — Í Teim hlutum?
Sæl Berglind, Ætla prófa þessa, takk fyrir að setja inn, en notar þú ekki lyftiduft í uppskirfinta 🙂 ?