Gotterí og gersemar
Generic selectors
Exact matches only
Search in title
Search in content
Leit í bloggum
Leit á síðum
Leita eftir flokkum
Á grillið
Afmæli
Bakstur
Bollakökur
Brúðkaup
Eftirréttir
Ferming
Gotteri
Hollusta
Hrekkjavaka
Ís
Jól
Kökupinnar
Kökur
Matur
Námskeið
Páskar
Salöt, Sósur og Meðlæti
Smáréttir
Sumar
Tilefni
Uppskriftir
Veislur

RabbabarapæÉg nýt þeirra forréttinda að búa í Leirvogstungu í Mosfellsbæ og verður að segjast að það sé nokkurs konar sveit í borg.

Við getum til dæmis rölt uppí móann hér við bakgarðinn okkar og nælt okkur í rabbabara sem þar vex í náttúrunni. Dætur mínar stelast óspart í sykurkarið og laumast með það út til að ná sér í rabbabara og dýfa í sykurinn, hverjum þykir það ekki súrsætur draumur.

Við yngri dóttir mín stukkum út einn daginn eftir vinnu/leikskóla og skelltum í rabbabarapæ því okkur langaði í eitthvað gott þennan seinnipartinn. Það tók enga stund að útbúa dýrindis pæ og urðu aðrir fjölskyldumeðlimir einnig glaðir þegar heim var komið.

Rabbabarapæ (uppskrift í tveimur hlutum)

 • 350 gr rabbabari
 • ½ dl hveiti
 • 2egg
 • 2 dl sykur
 1. Þvoið rabbabarann vel og skerið niður í ca 1 cm þykkar sneiðar.
 2. Blandið saman rababbara og ½ dl af hveiti, sykri og eggjum.
 3. Setjið í smurt eldfast mót ca 24 cm í þvermál.

 • 2 dl hveiti
 • 1 ½  dl púðursykur
 • 100 gr smjör við stofuhita
 • 80gr dökkt súkkulaði, saxað gróft
 1. Myljið saman púðursykur, hveiti og smjör og dreifið helmingnum yfir rabbabarafyllinguna.
 2. Dreifið því næst söxuðu súkkulaðinu yfir og að lokum restinni af smjörblöndunni.
 3. Bakið í uþb 40 mín við 190 gráðu hita. Best volg með rjóma/ ís.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Aðrar spennandi færslur

2 Replies to “Rabbabarapæ”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Fylgstu með á Facebook

Fylgstu með á Instagram

Fylgstu með í tölvupósti


Nýlegar færslur