Toblerone bollakökur



Toblerone bollakökur

  • 2 bollar hveiti
  • 1 ½ bolli sykur
  • 6 msk bökunarkakó
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 3 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • ¾ bolli olía
  • 1 bolli kalt vatn
  • 1 x 100gr stöng af Toblerone (saxað gróft)
  1. Sigtið saman hveiti, sykur, kakó, salt og matarsóda, leggið til hliðar.
  2. Þeytið saman egg, olíu, vatn og vanilludropa þar til það verður létt í sér.
  3. Bætið þurrefnunum rólega samanvið og skafið vel niður á milli.
  4. Bætið Toblerone útí í lokin og hrærið samanvið.
  5. Skiptið niður í um 20 bollakökuform og bakið við 180 gráður í 15-18 mínútur.

Toblerone krem

  • 500gr flórsykur
  • 125gr smjör við stofuhita
  • 3 msk bökunarkakó
  • 2 stykki 100gr Toblerone (saxað)
  • ½ bolli rjómi (hitaður)
  1. Bræðið Toblerone yfir vatnsbaði og blandið rólega saman við hitaðan rjómann – kælið örlítið.
  2. Hrærið saman flórsykur og smjör á lágum hraða þar til slétt og fellt (skafið niður á milli). Bætið bökunarkakói útí og hrærið áfram.
  3. Blandið súkkulaðiblöndunni saman við flórsykursblönduna og hrærið í á meðan, skafið niður hliðarnar á milli. Aukið hraðann og hrærið á góðum krafti í um 5 mínútur eða þar til kremið verður létt og loftkennt.
  4. Setjið í sprautupoka og notist við stóran stjörnustút við skreytinguna, stráið svo söxuðu Toblerone yfir og stingið Mini-Tobleronebita í hverja köku.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun