Súkkulaði & banana múffur



Súkkulaði og banana muffins uppskrift

 • 4 vel þroskaðir bananar
 • 1 ½ bolli sykur
 • 2 egg
 • 1 krukka eplamauk (barnamauk)
 • 1 bolli heilhveiti
 • 1 bolli hveiti
 • 1 bolli bökunarkakó
 • 1 tsk salt
 • 2 tsk matarsódi
 • 2 tsk lyftiduft
 • 1 bolli ljósir súkkulaðidropar
 • 1 bolli dökkir súkkulaðidropar
 • Súkkulaðidropar til skrauts

 1. Stappið bananana mjög vel.
 2. Setjið öll þurrefnin saman í skál – leggið til hliðar.
 3. Blandið saman bananamauki, sykri, eggjum og eplamauki.
 4. Hrærið þurrefnunum saman við í nokkrum skömmtum.
 5. Blandið að lokum súkkulaðidropunum útí með sleif.
 6. Skiptið í 24 bollakökuform
 7. Bakið við 170 gráður í 18 mínútur.

Þessa uppskrift sá ég á skemmtilegri síðu, Sally‘s Baking Addiction og stækkaði ég hana til að fá fleiri bollakökur. Að sjálfsögðu má helminga þessa uppskrift ef ykkur vantar einungis 12 stk. Þessar fannst mér bestar volgar með ískaldri mjólk.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Tags:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun