Gotterí og gersemar

Toblerone ísdrykkurToblerone ísdrykkur (um það bil 4 glös)

  • 800ml vanilluís
  • 1 bolli mjólk (gæti þurft aðeins meira)
  • 100gr Toblerone (saxað í blandara)
  • 5 msk jarðaberja-íssósa
  • 5 msk súkkulaði-íssósa

Aðferð

  1. Saxið Toblerone í blandaranum svo það verði fínt kurl.
  2. Setjið ísinn og mjólkina í hrærivélarskálina í litlum skömmtum þar til allt er vel blandað.
  3. Bætið íssósunum og Toblerone súkkulaðinu samanvið í lokin og hrærið stutta stund.
  4. Hellið í glös, skreytið með þeyttum rjóma og söxuðu Toblerone.
  5. Best er að nota nokkuð breið rör til að súkkulaðið komist auðveldlega í gegn.

Allt hráefni í þessa uppskrift fæst í Nettó

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *