Myndir frá stelpunámskeiði



Dóttir mín varð 10 ára á dögunum og vildi hún endilega halda kökuskreytingarnámskeið fyrir vinkonur sínar í afmælinu.

Ég gat eiginlega ekki neitað þessari bón og undirbjó stutt námskeið fyrir vinkonurnar og þær skemmtu sér konunglega við skreytingar á milli þess sem þær fóru í leiki, borðuðu pizzu og fengu sér gómsætar kökur og gotterí 🙂

Hér á heimasíðunni hef ég sett inn nokkrar myndir ef þið viljið kíkja á fjörið.

Námskeið á döfinni

Ég minni svo á barna- og unglinganámskeiðið í bollakökuskreytingum þann 16.nóvember kl:11:00. Þar verður farið í einfaldar skreytingar líkt og á þessum myndum ásamt því sem við förum í flóknari skreytingartækni og finnum út hvað hentar hverjum og einum. Nóg verður af kökum, kremi, nammi og skrauti og get ég lofað börnunum ykkur skemmtilegri stund þennan laugardag 🙂

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun