Tvö pláss laus á barna- og unglinganámskeiðið næstu helgi…



Nú fer hver að verða síðastur að skrá unga kökuskreytingaráhugamenn á námskeið!

Barna- og unglinganámskeið í bollakökuskreytingum verður haldið næsta laugardag, 16.nóvember kl:11:00 og eru aðeins 2 pláss eftir.

Farið verður í ýmis grunnatriði varðandi bakstur og kremgerð ásamt því sem spraututækni er kennd. Við munum bæði skreyta á einfaldan hátt og auðga ímyndunaraflið ásamt því sem markvissar aðferðir verða kenndar (t.d að sprauta smjörkremi í stjörnur, spíral og rós)

Allir krakkar taka með sér nokkrar vel skreyttar bollakökur til að deila með fjölskyldu og vinum.

Skráning og nánari upplýsingar á gotteri@gotteri.is

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun