Það er alltaf gaman og mikill heiður að fá umfjöllun í fjölmiðlum varðandi starfsemi Gotterí og gersema. Fyrir nokkru kom grein um barnanámskeið í bollakökuskreytingum í Lífinu með Fréttablaðinu. Hægt er að nálgast blaðið í heild sinni hér og á heimasíðunni má einnig skoða eldri greinar.
Þann 8.febrúar verður fyrsta barna- og unglinganámskeið ársins í bollakökuskreytingum og eru aðeins örfá sæti laus fyrir áhugasama.