Er ferming á næsta leyti?



Fermingarundirbúningur er líklega hafinn á einhverjum heimilium nú þegar og að mörgu að huga þegar kemur að stóra deginum.

Fallegar kökur og gotterí er eitt af því sem er alltaf gaman að sjá á veisluborðinu og gaman að leika sér með liti og hráefni þegar að því kemur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr fermingarveislu hjá dóttur vinkonu minnar þar sem við útbjuggum kökur, kökupinna og bollakökur í sömu litum.

Fermingarbarnið var himinlifandi með þetta allt saman og ekki var annað að sjá en gestirnir væru það líka.

Fermingartertan – já eða terturnar

 Kökupinnar

Bollakökur

Það er einfaldara en það sýnist að útbúa fallega skreytt gotterí og auðvitað er gaman að geta gert kræsingarnar sjálfur að einhverju leyti. Foreldrar og fermingarbörn geta hjálpast að við undirbúning veislunnar og þannig átt skemmtilega stund saman.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að læra kökupinnagerð, bollakökuskreytingar eða sykurmassaskreytingar þá verða eftirfarandi námskeið í boði á næstunni:

  • Bollakökuskreytingar – 2.febrúar kl:11:00
  • Bollakökuskreytingar fyrir börn og unglinga – 8.febrúar kl:11:00
  • Kökupinnagerð – 2.mars kl:11:00
  • Sykurmassaskreytingar – 2.mars kl: 15:00
  • Bollakökuskreytingar – 8.mars kl:11:00 (Námsflokkarnir í Hafnarfirði)

Nánari upplýsingar og skráning á gotteri@gotteri.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun