Gotterí og gersemar í Fréttatímanum



Hér eru á ferðinni sniðugar uppskriftir og hugmyndir á fermingarborðið.

Fréttatíminn 21.mars 2014

Ég verð að segja að vanillu-Daim kökupinnarnir standa uppúr að mati þeirra sem sáu um smökkun að þessu sinni en það voru nokkrir vinir og vinnufélagar sem fengu heiðurinn af því verkefni. Toblerone bollakökurnar og dökku Daimpinnarnir fylgja þó fast á eftir.

Það er samt alltaf pínu skrítið að sjá sig í blöðunum og hvað þá sjónvarpi eins og á dögunum. Þetta venst þó eins og hvað annað og bara gaman að geta deilt hugmyndum með öðrum og vonandi gefið fólki góð ráð.

Ég sit hér við tölvuna þar sem ég „skulda“ mikið af ritskoðun og flokkun á myndum sem ég hef tekið undanfarnar vikur. Marsmánuður hefur verið einum of annasamur hjá mér svo víst skautamóti dótturinnar á Akureyri var aflýst vegna veðurs ætla ég að nota tímann og get þá vonandi deilt með ykkur fleiri skemmtilegum fréttum á næstu dögum.

Góða helgi!

One Reply to “Gotterí og gersemar í Fréttatímanum”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun