VilniusVilnius food and fu

Í nóvember fór ég í dásamlega mæðgna- og vinkonuferð til Vilnius í Litháen. Heiða mágkona býr um þessar stundir þar ytra og hefði okkur eflaust ekki dottið í hug að fara þangað annars. Vilnius kom heldur betur á óvart, þarna var dásamlegt að vera og við nutum í botn að túristast, skoða menninguna, búðirnar og fórum á ýmsa frábæra veitingastaði svo ég má til með að gefa ykkur smá innsýn inn í matarupplifun til Vilnius.

Vilnius food and fun

Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá geggjuðum pizzastað í Užupis, en Užupis er ótrúlega magnað hverfi með miklum hippafíling og skemmtilegheitum. Húsin þar eru gömul og mikið gaman að rölta um það hverfi.

Vilnius food and fun

Užupio Picerija er staður sem þið viljið ekki ganga fram hjá, þarna eru einar bestu eldbökuðu pizzur sem við höfum smakkað, við vorum saddar án gríns fram á kvöld því við gátum ekki hætt að borða, hahaha!

Vilnius food and fun

Hér sjáið þið brot af myndum sem fanga stemminguna í Užupis hverfinu.

Vilnius food and fun

Þeir sem gifta sig í Užupis setja lás á brúnna til tákn um ást sína og það verður að segjast að það er slatti af ást í Užupis!

Vilnius food and fun

Það er svo gaman að rölta um svona hverfi og drekka í sig menninguna.

Þar fundum við líka íslensku stjórnarskránna…..hahaha, eða svona næstum því!

Vilnius food and fun

Þröng stræti og skemmtileg stemming og ferð upp í Gediminas kastalann.

Vilnius food and fun

Við heimsóttum síðan alveg hreint MAGNAÐAN stað sem heitir Amandus. Þarna er aðeins opið fimmtudags- föstudags- og laugardagskvöld, aðeins hægt að fá borð kl:19:00 og allir gestir fá sömu réttina og enginn veit hvað er í matinn!

Vilnius food and fun

Eigandinn heitir Deivydas og lærði að verða eftirréttakokkur í Danmörku. Nú rekur hann þennan stað sem að mínu mati er klárlega á heimsmælikvarða fyrir matgæðinga og má enginn sem lætur leið sína liggja til Vilnius sleppa því að bóka borð þarna! Það þarf hins vegar að gera það með góðum fyrirvara svo ég mæli með að skoða það í tíma.

Vilnius food and fun

Við fengum átta rétti og hér fyrir neðan langar mig að lista þá upp fyrir ykkur í grófum dráttum.

 • Rauðrófubrauð, þeytt smjör með lauk, ídýfa með fiskifrauði, kleinuhringur með rækju og þurrkaður túnfiskur í eplasafa og engifer í staupi.
 • Kartöflumús með kálfatungu, hampfræjum og rótargrænmeti ásamt sætkartöfluskífum með gráðosti.
 • Túnfisk sashimi og sardínur með súrsuðum gulrótum með dilli, ristuðum heslihnetum, títuberjum, rúgbrauðsmús og sætri rauðrófu.
 • Súpa með kjúkling, ætisþistlum, confit og steinselju.
 • Lambakjöt með portobello sveppum, butternut squash og karamelluðum gulrótum.
 • Ananas og agúrku sorbet.
 • Vanillu ís með eplapæ, karamellu og marengs….var kallað broddgölturinn (sjá mynd hér að neðan)
 • Fudge kúlur með kaffinu í lokin

Þetta var þvílík upplifun út af fyrir sig, Deivydas sá um að þjóna til borðs ásamt fylgdarliði og vá, þetta var eitthvað svo ekta!

Vilnius food and fun

Sugamour kaffihúsið beið okkar næsta dag og þetta var eins og í bíómyndunum, allt svo fínt, flott og áhugavert þarna inni.

Vilnius food and fun

Eftirréttakonan ég slefaði yfir þessu öllu saman og vildi helst vera þarna allan daginn og smakka allt!

Vilnius food and fun

Við fengum okkur hádegismat þar eftir að hafa farið í Museum of Illusions sem var virkilega skemmtileg upplifun. Fengum okkur hitt og þetta allt var þetta dásamlega gott.

Vilnius food and fun

Kartöflusúpan hennar Heiðu með rauðbeðunum vakti samt mikla lukku og ekki skemmdi þessi bleiki litur fyrir.

Vilnius food and fun

Leyfum smá myndum af okkur genginu að fylgja með þessari færslu.

Vilnius food and fun

Það var mikið labbað, hlegið og borðað í þessari ferð, allt eins og það átti að vera!

Vilnius food and fun

Sjáið þessi krúttheit!

Vilnius food and fun

Skelltum okkur á Grill London og það var svona „Hard Rock“ fílingur en samt RISA matseðill svo það var hægt að fá allt milli himins og jarðar…..á fáránlega góðu verði! Ég má auðvitað ekki gleyma að nefna það, sama hvert við fórum að borða þá gátum við raðað í okkur góðgæti og drykkjum fyrir mun lægri upphæð en maður er vanur hér heima!

Vilnius food and fun

Hver ætli eigi rifin og sveitta stöffið…..hmmmm, kannski ég?

Vilnius food and fun

Cathedral torgið í Vilnius var í göngufæri við hótelið okkar. Við dvöldum á Novotel í Old Town og sú staðsetning var mjög góð. Wizz Air hefur boðið upp á beint flug á föstudögum og mánudögum svo við tókum langa helgi og fleiri fjölskyldumeðlimir hyggja á ferð þangað nú í mars. Flugfélagið hefur þó tilkynnt um að þeir séu að hætta með beint flug frá miðjum mars 2020 sem við vonum að sé bara tímabundið því það er snilld að geta sest upp í vél í um 3 klukkustundir og notið þess sem þessi borg hefur upp á að bjóða.

Vilnius food and fun

Útsýnið úr glugganum okkar Hörpu að kvöldi til.

Vilnius food and fun

Þið sem þekkið okkur Laxatungumæðgur vitið auðvitað að þetta er skyldustopp….hvar sem er í heiminum 🙂

Vona þessi lesning muni gagnast ykkur sem hafið áhuga á að kíkja til Vilnius, við mælum svo sannarlega með ferð þangað!

Allar myndir í þessari ferð voru teknar á Iphone símann minn þar sem stóra Canon vélin mín fékk ekki inngöngu í handfarangurinn minn að þessu sinni.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun