Bjargarsteinn Mathús



Bjargarsteinn Mathús – Grundarfirði

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Ég veit ekki hvar ég á að byrja því veitingastaðurinn Bjargarsteinn á Grundarfirði er hreint út sagt dásamlegur staður. Saga hússins er ein sú krúttlegasta sem ég veit, maturinn upp á tíu, útsýnið ekki af verri endanum og frábærlega skemmtilegir þjónar!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Gunni, eigandi Bjargarsteins galdraði hvern dýrindis réttinn á fætur öðrum fram fyrir okkur. Við hjónin sátum ásamt stelpunum okkar heila kvöldstund að snæða svo það hlýtur að segja til um hversu gott var að borða á Bjargarsteini!

Húsið sem veitingastaðurinn er rekinn í er gamalt íbúðarhús sem flutt var í heilu lagi á Grundarfjörð. Núverandi eigendur ráku augun í þetta hús til sölu á Akranesi, fundu fallega sjávarlóð á Grundarfirði og létu drauminn rætast. Hægt er lesa nánar um sögu hússins á heimasíðu Bjargarsteins.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Húsmunir og öll umgjörð á Bjargarsteini er einstök. Safnað hefur verið saman munum frá allri fjölskyldunni og setur það sannarlega sinn brag á húsnæðið. Á efri hæðinni er setustofa og virkilega kósý og heimilislegt að koma inn á þennan dásamlega veitingastað. Gæðin og matreiðslan leynir sér síðan ekki og greinlegt að mikið er lagt í það að töfra fram bragðgóðar og fallegar veitingar.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Útsýnið frá borðinu okkar var yfir sjóinn og Kirkjufellið fallega.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Næst er komið að matnum og hér leyfi ég myndum og nokkrum línum að fylgja með fyrir hvern rétt.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Fallegir kokteilar í fallegu umhverfi, hvað er hægt að biðja um meira!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Einn af forréttunum var þessi flotti harðfiskur ásamt söli og smjöri.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Hemmi fékk sér hangikjöt með rauðrófum, bláberjum og balsamik, algjört lostæti.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Matarmikil skelfiskssúpa sem var undursamleg, namm!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Þorskur með rjómalöguðu byggi og grænmeti, virkilega fallegur og góður réttur.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Lamb Boulangére.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Fiskur dagsins þegar við vorum í heimsókn var rauðspretta og drottinn minn, eruð þið að sjá þessa fallegu rétti, vildi að þið gætuð smakkað í gegnum skjáinn!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Heimalagaður rjómaís, hér kláruðu dömurnar hvern einasta bita! Súkkulaði, vanillu, jarðaberja og lakkrís….namm!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Volg súkkulaðikaka var desert dagsins með lakkrís ís, held ég þurfi að fá uppskrift!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Skyr-þeytingur með berjakrapís….já ég gæti þurft uppskrift að þessum líka!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Það var svo gaman að koma í heimsókn á þennan fallega veitingastað.

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Krakkar fengu líka kokteil…..án áfengis að sjálfsögðu!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Pink Panther er drykkur sem ég þarf að mastera, namm!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Innlit á efri hæðina, hversu krúttlegt!

Bjargarsteinn mathús, veitingastaðir á Snæfellsnesi, veitingastaður á Grundarfirði, matarupplifun, góður matur, sjávarréttir

Hér fyrir miðju má sjá íbúðarhúsið sem flutt var í heilu lagi. Matsalur var byggður við fyrir framan og gamall beitningaskúr sem var á svæðinu sem sést hér til hægri var gerður upp og er nú notaður sem undirbúningseldhús.

Mælum einnig með því að kíkja á Kirkjufellsfoss og Kirkjufell í heimsókn til Grundarfjarðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun