Annasamir dagarÍ gær var mikið um að vera hjá mér þar sem vinnudagurinn var ansi þéttur ásamt því sem ég svaraði spurningum, sendi inn myndir og fór í myndatöku fyrir mitt fyrsta blaðaviðtal sem kökuskreytingarkona, já svona ef ég má kalla mig það stundum.

Ég skellti í og skreytti nokkrar bollakökur fyrir myndatökuna og svo sá Lukka vinkona mín um að „skreyta“ mig og lána mér í leiðinni fallega eldhúsið sitt sem er sko draumaeldhús allra bakara.

a008

Facebook síðan hefur fengið frábærar viðtökur og gaman að sjá að það eru greinilega margir áhugamenn um kökuskreytingar á Íslandi.

Enn er laust pláss á kökupinnanámskeiðið næsta sunnudag svo ef þið hafið áhuga endilega sendið línu á gotteri@gotteri.is

Kveðja,

Berglind

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun