Einfaldleikinn hefur ráðið ríkjum í vikunni og þessum mokkabitum féll ég fyrir við fyrsta smakk.
Hún Gígja vinkona mín kom með þessa köku í vinnuna einu sinni og þá var ekki aftur snúið, hana hef ég bakað reglulega og mögulega svolítið oft síðan.
Uppskriftinni ætla ég hér með að deila og svo stefni ég á að vera með ýmsar kökuuppskriftir hér á síðunni í framtíðinni, svona þegar ég hef tíma til að setjast niður og færa þetta allt hingað inn.
Mokkabitarnir hennar Gígju
Uppskrift (geri 1,5 x þetta ef ég set í heila skúffu)
2 egg
3 dl sykur
1,5 dl mjólk
4,5 dl hveiti
3 tsk. lyftiduft
150 g smjör (brætt)
2 tsk. vanillusykur
1 msk. kakó
Aðferð:
1. Þeytið egg og sykur þar til létt og ljóst.
2. Hveiti + lyftiduft út í til skiptis við mjólkina og einnig kælt, bráðið smjörið.
3. Kakó + vanillusykurinn út í.
4. Sett í um það bil 24 cm hringform (eða skúffu og 1,5 uppskrift)
5. Bakað við 200 ° C í um 20 mín (þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út)
Glassúrkrem (gera alveg 1,5 x þetta fyrir heila skúffu)
3,5 dl flórsykur
4 msk. bráðnað smjör
4 msk. sterkt kaffi
1 msk. kakó
2 tsk. vanillusykur
– Hræra saman og setja fljótt út á kökuna
– Kókos yfir
Njótið þess sem eftir er af þessum fallega sunnudegi
Kveðja, Berglind