Sítrónu bollakökurÞrátt fyrir að ég sé gjarnan að eyða miklum tíma í kökuskreytingar þá elska ég einfaldleikann inn á milli.

Þessar sítrónu-bollakökur með glassúr galdrast fram án fyrirhafnar og eru ofsalega krúttaralegar og sætar – já og sumarlegar!

a281

Uppskrift:

 • 2 egg
 • 250 ml mjólk
 • 80 g smjör (brætt og kælt)
 • Sítrónubörkur (rifinn af einni sítrónu)
 • 260 g hveiti
 • 1,5 tsk lyftiduft
 • 120 g sykur

Aðferð:

 1. Hrærið egg stutta stund, blandið svo mjólk og kældu bræddu smjöri varlega samanvið.
 2. Bætið sítrónuberkinum við….
 3. Því næst hveiti, lyftiduft og sykur blandað saman við smátt og smátt (gott að setja það 3 saman í skál fyrst)
 4. Bakað við 200 gráður í um 10-15 mín, varist að ofbaka ekki =)

Glassúr:

 • Flórsykur (um 300gr)
 • 2-3msk vatn
 • 2-3 sítrónudropar eða sítrónusafi, þá um 1/2 tsk
 • (getið blandað flórsykur og vatn eins og ykkur hentar – sumir vilja þykkt, aðrir þunnt =)
 • Matarlitur ef þess er óskað

Sólarkveðja,
Berglind

Tags:

2 Replies to “Sítrónu bollakökur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun