Þrátt fyrir að ég sé gjarnan að eyða miklum tíma í kökuskreytingar þá elska ég einfaldleikann inn á milli.
Þessar sítrónu-bollakökur með glassúr galdrast fram án fyrirhafnar og eru ofsalega krúttaralegar og sætar – já og sumarlegar!
Uppskrift:
- 2 egg
- 250 ml mjólk
- 80 g smjör (brætt og kælt)
- Sítrónubörkur (rifinn af einni sítrónu)
- 260 g hveiti
- 1,5 tsk lyftiduft
- 120 g sykur
Aðferð:
- Hrærið egg stutta stund, blandið svo mjólk og kældu bræddu smjöri varlega samanvið.
- Bætið sítrónuberkinum við….
- Því næst hveiti, lyftiduft og sykur blandað saman við smátt og smátt (gott að setja það 3 saman í skál fyrst)
- Bakað við 200 gráður í um 10-15 mín, varist að ofbaka ekki =)
Glassúr:
- Flórsykur (um 300gr)
- 2-3msk vatn
- 2-3 sítrónudropar eða sítrónusafi, þá um 1/2 tsk
- (getið blandað flórsykur og vatn eins og ykkur hentar – sumir vilja þykkt, aðrir þunnt =)
- Matarlitur ef þess er óskað
Sólarkveðja,
Berglind
2 Replies to “Sítrónu bollakökur”