Undanfarna daga hef ég saknað Starbucks ferðanna minna síðan ég bjó í Seattle alveg ótrúlega mikið, já og góða veðursins og vinanna líka =)
„Salted Caramel Mocha Frappucchino“ ásamt „Bacon Breakfast Sandwich“ var ómótstæðileg blanda og þegar eitthvað sætt vantaði þar á eftir var „Salted Caramel Cake-popinn“ þeirra hreint dásamleg viðbót.
Ég gróf því upp uppskrift af „Starbucks pinnunum“ og breytti þeim öööööörlítið og úr varð þessi líka dýrindis kökupinni.
Ég notaði djöflatertubotn, vanillu- og karamellukrem og dýfði kúlunum í blöndu af rjóma- og suðusúkkulaði. Síðan setti ég hvítt súkkulaði ásamt karamellubráð og grófu salti á toppinn…Mmmmm
Minni í leiðinni á laust pláss á kökupinnanámskeiðið næsta sunnudag.