HnetukökupinnarKökupinnar bjóða uppá endalausa möguleika og hef ég mjög gaman af því að leika mér með mismunandi samsetningar.

Innflutningspartý er í vændum hjá okkur hjónum og fannst mér við að sjálfsögðu þurfa að hafa nokkra kökupinna á borðum. Kökupinnar eru nefnilega alveg jafn mikið fyrir fullorðna eins og börn. Þeir eru svo góðir að enginn getur staðist þá, það er bara þannig.

Ég var síðan svo heppin að fá svona fallegan bakgrunn í myndatökunni þar sem maðurinn minn er að parketleggja vegginn í stigahúsinu og þetta lá um allt stofugólf, heppin ég.

Þessir kökupinnar eru tvenns konar

Brúnir: Súkkulaðikaka, súkkulaðikrem, saxaðar heslihnetur og hjúpaðir með hjúpsúkkulaði (dökku) og hnetukurli stráð yfir.

Hvítir: Vanillukaka, vanillukrem, saxaðar heslihnetur og hjúpaðir með hvítu Candy Melts og hnetukurli stráð  yfir.

Þegar ég sá þetta í hillunni útí búð fór hugmyndaflugið af stað.

Við erum að tala um að þetta er þetta góða sem er efst á Toppís frá Emmess og nú er bara hægt að skammta sér þetta að vild, hversu frábært er það?

Er með örfá sæti laus á kökupinnanámskeiðið næsta sunnudag, 2.mars kl:11:00.

Skráning á gotteri@gotteri.is

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun