Vanillu bollakökurHér kemur uppskrift af gómsætum vanillu bollakökum. Það var hún Aníta Lind systurdóttir mín sem benti mér á þessa uppskrift og hef ég notað hana óspart síðan.

Uppskrift

1 1/4 bolli hveiti

1 1/4 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

2 egg

3/4 bolli sykur

1 1/2 tsk vanilludropar

1/2 bolli bragðdauf (ljós) matarolía

1/2 bolli “buttermilk” (1/2 tsk sítrónusafi eða edik sett í  1/2 bolla af nýmjólk. Látið standa í 5 mínútur)

Aðferð

 1. Hitið ofninn 180 gráður
 2. Gerið bollakökuformin tilbúin – best er að setja pappaform í álform til að kakan haldi lagi sínu hvað best.
 3. Setjið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt í skál – hrærið saman með sleif – geymið.
 4. Þeytið eggin í 10-20 sek og bætið sykrinum útí og þeytið áfram í um 30 sek, bætið við vanilludropum og olíu og hrærið aðeins áfram. Bætið svo ½ hveitiblöndunni saman við og hrærið rólega í á meðan, því næst helmingnum af mjólkurblöndunni og endurtakið þetta skref aftur þar til öll hráefnin eru komin í skálina. Munið að skafa niður hliðarnar og hrærið þar til deigið er vel blandað og kekkjalaust.
 5. Skiptið deiginu í formin þannig að þau fylli um það bil 2/3 af þeim (deigið er þunnt)
 6. Bakið í 12-14 mínútur í miðjum ofni og kælið áður en skreytt er.

Tags:

One Reply to “Vanillu bollakökur”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun