Í gær hélt ég mitt fyrsta bollaköku-skreytingarnámskeið hjá Gotterí og Gersemum. Það komu til mín frábærar dömur og við fórum yfir gerð sykurmassaskrauts, bakstur á bollakökum, gerð smjörkrems og svo kom að því skemmtilega…..skreyta bollakökurnar sjálfar.
Við fórum yfir það hvernig hægt er að setja fyllingu í bollakökur eftir að þær eru bakaðar og mismunandi skreytingaraðferðir með smjörkremi og allir fengu að spreyta sig á sínum eigin bollakökum.
Eins og myndirnar sýna var heilmikið fjör hjá okkur, mikil litagleði og fullt,fullt,fullt af smjörkremi við völd – hægt er að sjá myndir frá námskeiðinu hér á heimasíðunni.
Bollakökukveðja,
Berglind