Kökupinna er hægt að útfæra á ýmsan hátt og alltaf bragðast þeir jafn vel!
Til dæmis er hægt að útbúa kökupinna á hvolfi, kökukúlur og lítið kökukonfekt líkt og þessi mynd sýnir…allt eru þetta þó „kökupinnar“ í dulbúningi 🙂
Á kökupinnanámskeiðinu er farið yfir gerð hins hefðbundna kökupinna frá A-Ö þar sem mikilvægt er að ná þeirri tækni rétt áður en farið er að prófa sig áfram með annað. Einnig er sýnt hvernig á að útbúa kökukúlur, kökukonfekt og farið er yfir mismunandi skreytingartækni.
Örfá pláss laus á námskeiðið næsta fimmtudag og síðan verða námskeið aftur í haust.
Skráning á gotteri@gotteri.is