Kökupinnar eru algjört augnayndi og þar að auki stórkostlega góðir á bragðið.
Þegar búið er að læra réttu tæknina þá er kökupinnagerð leikur einn. Það er mikilvægt að gefa sér svolítinn tíma og vera ekki á hraðferð þegar maður ætlar að útbúa þessar gersemar. Þess ber að geta að minnsta mál er að útbúa kökupinna með fyrirvara, þá er bæði hægt að frysta í nokkrar vikur eða geyma í kæli í allt að 3-5 daga áður en þeir skulu bornir fram.
Úfærslumöguleikar eru óendanlegir og gaman að leika sér með liti og hráefni.
Fjólubláu pinnarnir hér að ofan eru súkkulaðikaka með vanillukremi, dýft í fjólublátt Candy Melts og röspuðu suðusúkkulaði stráð yfir.
Hér fyrir neðan eru síðan kökupinnar með blöndu af vanilluköku og vanillukremi, dýft í hvítt Candy Melts og brúnu Rice Krispies stráð yfir (Cocoa Pops).
Minni á fyrsta kökupinnanámskeið ársins laugardaginn 18.janúar – örfá sæti laus, skráning á gotteri@gotteri.is