Ekki á morgun heldur hinn!
Geri fastlega ráð fyrir að fleiri séu farnir að telja niður í páskafrí. Ég er búin að sjá þessa frídaga fyrir mér lengi og to-do listinn hér heima fyrir er orðinn svolítið langur þannig að ég panta hér með að láta mínúturnar á þessum 5 dögum líða extra hægt. Það er fullt skemmtilegt sem ég ætla að gera líkt og að prófa nýjar uppskriftir, borða yfir mig, fara í göngutúra og á skíði (ef veður leyfir) ásamt því að gera það sem á eflaust eftir að taka bróðurpartinn úr helginni, klára að koma okkur fyrir í húsinu og galdra draslið úr bílskúrnum uppí hillur/í Kolaportshrúguna/Góða hirðinn og ég veit ekki hvað og hvað.
Hér fyrir ofan er mynd af vanillu kökupinnum sem eru blanda af vanilluköku og vanillukremi. Kúlurnar eru síðan hjúpaðar með gulu Candy Melts og súkkulaðiskrauti stráð yfir.
Ég óska ykkur gleðilegra páska og lofa nýjum uppskriftum í næstu viku, jafnvel fyrr ef tími gefst til!