Þessir fjólubláu pinnar eru að innan mulin súkkulaðikaka með vanillukremi og smátt söxuðu Milka-Daim súkkulaði. Hér er á ferðinni hin fullkomna blanda að mínu mati þar sem búið er að sameina Milka súkkulaðið við Daimkurl….Mmmmm
Steingleymdi að mynda ferlið almennilega svo þið getið stuðst við leiðbeiningar hér á síðunni og hér fyrir neðan er mynd af Milka-Daim súkkulaðinu.
Magnið fer auðvitað eftir því hversu mikið af bitum þið viljið hafa í pinnunum en ég myndi mæla með um 100-150gr fyrir hverja 30 pinna og muna að saxa mjög smátt.