Gotterí á INSTAGRAM#gotterioggersemar

LOKSINS mætti sko sannarlega segja! Það er ansi oft sem ég hef ætlað mér að útbúa Instagram reikning fyrir Gotterí og gersemar og skil ég auðvitað ekki núna af hverju ég var ekki löngu búin að því!

Það er bara þannig þegar lífsdagskráin er yfirfull, maður í fullri vinnu, með ungabarn, miðju og ungling…..í fullu mastersnámi, með uppskriftarblogg, kökuskreytinganámskeið og öllu hinu sem fyllir dagana af dagskrá að maður tekur meðvitaða ákvörðun um að sleppa ákeðnum hlutum.

Nú er hins vegar aðeins farið að róast um þó svo það sé auðvitað alltaf eitthvað sem maður finnur sér til „dundurs“. Instagram var komið á To-Do listann ásamt svoooo mörgu öðru svo ég ákvað að henda mér í þetta í gærkvöldi eftir að hafa staðið 12 tíma vakt í eldhúsinu að undirbúa kökunámskeið dagsins.

Ég setti inn myndir úr ýmsum áttum með takmörkuðum upplýsingum og stefni síðan á að bæta jafnt og þétt í albúmið og setja inn ítarlegri lýsingu og uppskriftir þar sem ekki mikill texti fylgir.

Mér þætti því vænt um að þið mynduð fylgja Gotterí á INSTAGRAM og hlakka ég til að halda áfram að setja inn myndir og skemmtilegheit þangað um leið og ég uppfæri heimasíðuna og Facebook, allt er þegar þrennt er annars, er það ekki? 🙂

#gotterioggersemar

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun