Brúðkaupsafmæli í Borgarnesi



Golf – Hótel – Fjallganga

Hafnarfjall

Við hjónin áttum 10 ára brúðkaupsafmæli á dögunum og í ár höfum við verið saman í 23 ár! Hvernig má þetta hreinlega vera, mér finnst við aldrei deginum eldri en tvítug en svo þegar elsta dóttirin fer að ná manni í aldri þarf kannski að fara að horfast í augu við þetta, hahaha! Við mættum sannarlega vera duglegri að gera eitthvað tvö saman en ef það er ekki tilefni þegar tinbrúðkaup er þá veit ég ekki hvað!

B59 hotel Borgarnes

Við byrjuðum á því að tjékka okkur inn á B59 Hotel í Borgarnesi en það er nýtt og fallegt hótel í hjarta bæjarins.

Golf í Borgarnesi

Förinni var næst heitið beint á golfvöllinn þar sem undirrituð er að reyna að læra inn á þetta nýja sport með misgóðum árangri! Hamarsvöllur er undurfallegur og almáttugur minn hvað það er gaman að spila golf og ganga í svona fallegu umhverfi, burt séð frá sveiflunni!

Golfklúbbur Borgarness

Loksins komst ég líka nálægt Appelsín dósinni sem sést annars alltaf bara á hraðferð frá þjóðveginum, haha!

Fallegur golfvöllur

Áttunda hola var úti á „eyju“ og við skulum hafa það alveg á hreinu að það var ekki ég sem týndi boltum í þessu vatni heldur einhver annar!

B59 hótel Borgarnesi

Eftir vindasaman golfhring var gott að koma aftur á hótelið og slaka á í spa-inu fyrir matinn. Þetta útsýni út um hótelgluggann er síðan eins og málverk!

B59 hótel í Borgarnesi

Lóa spa er með kaldri laug, heitum potti, gufubaði, saunaklefa og innrauðum klefa og það er klárlega hægt að eyða svolitlum tíma þarna niðri því það er allt svo huggulegt.

Nautasteik í Borgarnesi

Eftir slökun var komið að kvöldmat. Það er ýmist hægt að snæða af bistó matseðli á fallega barnum á hótelinu eða njóta veitinga inni í veitingasalnum sjálfum, sem við ákváðum að gera þetta kvöld.

B59 hotel Borgarnes Iceland

Það var alveg sama hvað við fengum, það var allt gott! Við fengum okkur tígrisrækjur með hvítlauk, nautacarpaccio, lamb með bernaise, grillaða nautalund og síðan að sjálfsögðu „desrétt“. Frönsk súkkulaðikaka og Créme Brúlée eru auðvitað réttir sem klikka ekki og pistasíuísinn sem var með Créme Brulée-inu var guðdómlegur!

Bar í Borgarnesi

Það er síðan hægt að tylla sér á þennan fallega bar á þessu frábæra hóteli. Allt starfsfólkið var yndislegt og hjálpsamt og ég mæli sannarlega með því að gera sér dagamun til að halda upp á tyllidaga líkt og brúðkaupsafmæli með því að laumast burtu í sólahrings foreldrafrí.

Borgarnes Iceland things to do

Við skelltum okkur síðan á kvöldrúnt í Borgarnesi og það var gaman að skoða sig þar um. Venjulega þýtur maður bara þarna í gegn og veit ekki hversu marga fallega staði og kennileiti er þarna að finna. Útsýnið við höfnina er dásamlegt en einnig hinumegin í bænum með útsýni yfir Hafnarfjallið. Það eru síðan margar fallegar byggingar og fleira sniðugt að sjá og við erum staðráðin í því að koma aftur með stelpurnar, fara á Bjössaróló, á kaffihús og hafa gaman í dagsferð.

hótel með morgunverði

Eftir morgunverð á hótelinu tjékkuðum við okkur út, röltum yfir í verslunarmiðstöðina á móti, skoðuðum í búðir og keyptum okkur nesti fyrir fjallgöngu.

Akrafjall ganga

Foreldrafríinu var því slúttað með göngu á Akrafjall sem varð reyndar ögn lengri en til stóð en þið getið lesið ykkur nánar til um þá göngu hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun