
Ostabakkar eru eitthvað sem gleðja bæði augað og magann. Ég hef gert ógrynni af slíkum og elska hreinlega að útbúa gómsæta ostabakka. Það er endalaust hægt að leika sér með hráefni og raða saman litum og hér kemur ein sumarleg hugmynd fyrir ykkur að njóta.

Lúpínan er loksins að byrja að blómstra svo við skulum líka vona að sumarið fari brátt að blómstra!

Ostabakki sumarsins
- 2 x hvítmygluostar
- 1 x Feykir ostur
- Vínber (græn og blá)
- Brómber
- Epli
- St.Dalfour vínberjasulta (French Grape)
- Salami
- Hráskinka
- Ferskur ananas
- Kex
- Snittubrauð
- Hnetur
- Rúsínur
Raðið öllu fallega saman á bakka!

Eitthvað stökkt, eitthvað mjúkt, eitthvað sætt, eitthvað salt…..og alltaf góð sulta! Þessi vínberjasulta frá St.Dalfour hefur unnið til bragðverðlauna og passaði guðdómlega vel með öllu á þessum bakka.
