Túnfisksalat með eplum⌑ Samstarf ⌑
Túnfisksalat

Túnfisksalat er eitthvað sem klikkar ekki, hvar eða hvenær sem er!

Túnfisksalat með eggjum, lauk og eplum

Í síðustu viku var mér sagt frá þessari frábæru hugmynd af túnfisksalati með eplum. Það var hún Dröfn hjá Hvíta húsinu sem sagði mér að tengdamamma sín gerði stundum svona salat og ég hreinlega gat ekki beðið með að prófa svona útfærslu. Ekki hefði mér dottið í hug að epli gæti komið svona hrikalega vel út í salati svo nú verður þetta nýja uppáhaldið mitt, það er alveg á hreinu!

Túnfisksalat uppskrift

Túnfisksalat með eplum uppskrift

 • 7 egg
 • 2 dósir túnfiskur í vatni (2 x 185 g)
 • ½ laukur
 • 1 grænt epli
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 240 g Hellmann‘s majónes
 • Aromat og pipar
 1. Harðsjóðið eggin, kælið, skerið smátt niður og setjið í stóra skál.
 2. Pressið vatnið af túnfisknum og setjið í sömu skál og eggin.
 3. Næst má saxa laukinn og eplið smátt niður (flysjið eplið fyrst), kreista sítrónusafann yfir og setja síðan í skálina.
 4. Að lokum fer majónesið saman við og öllu blandað varlega saman með sleif og kryddað eftir smekk.
 5. Geymið í kæli fram að notkun og berið fram með góðu kexi eða brauði.

Ég saxaði eplið frekar smátt niður en þið getið að sjálfsögðu stýrt stærðinni á bitnum á því sem og lauknum eftir því sem ykkur finnst best. Ég er svolítið mikill saxari oft á tíðum og vill oftast hafa allt mjög smátt saxað, hahaha!

Hellmann's majónes í túnfisksalatið

Mmmm þetta salat var algjör snilld, mun gera annað aftur mjög fljótlega!

Túnfisksalat með eplum uppskrift

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun