
Það er svo gaman að leika sér með útfærslur á salötum. Möguleikarnir eru óteljandi og þetta túnfisksalat hér er í hollari kantinum, með geggjuðu, hollu og góðu snakki!

Á þessu heimili fór þessi skál í það minnsta fyrir lítið og smakk fór yfir til vinkonu minnar á móti sem sat á löngum fundi og sagði hún sendinguna hefði verið lífsbjörg þann daginn. Það þarf því enginn að efast um ágæti uppskriftarinnar og nú þarf bara að setja hráefnin á innkaupalistann og prófa á næstu dögum.

Túnfisksalat með kotasælu uppskrift
- 200 g kotasæla
- 4 msk. sýrður rjómi
- 2 tsk. Maille Dijon með hunangi
- 1 dós ORA túnfiskur í vatni
- 4 harðsoðin egg
- ½ saxaður rauðlaukur
- 3 msk. smátt saxað jalapeño úr krukku
- Salt og pipar
- Finn Crisp snakk með sýrðum rjóma og lauk
- Hrærið saman kotasælu, sýrðum rjóma og sinnepi.
- Pressið vatnið úr túnfisknum og setjið saman við kotasæluna.
- Skerið eggin niður og setjið saman við ásamt rauðlauk og jalapeño.
- Blandið öllu varlega saman við og kryddið til með salti og pipar.
- Njótið með Finn Crisp snakki.

Þetta snakk er algjör snilld og við fjölskyldan getum sannarlega mælt með því! Um daginn útbjó ég guacamole með Chipotle útgáfunni af þessu snakki og elsta dóttir mín er búin að spyrja ansi reglulega um það hvenær við ætlum að gera það aftur svo nú þarf ég að koma því á innkaupalistann og verða að ósk hennar!