Mjúkar saltkringlur⌑ Samstarf ⌑
Heimabakaðar pretzels eða saltkringlur

Ég hef lengi ætlað að prófa að baka svona „Pretzels“ eða saltkringlur eins og þær kallast víst á góðri íslensku. Þegar við erum erlendis kaupum við reglulega svona í matarvögnum en ég hef ekki orðið vör við þetta hérlendis.

Mjúkar salkringlur heimabakaðar með ostasósu

Þetta er svona ekta „Októberfest“ matur enda fer saltkringla, ostasósa og bjór ansi vel saman. Síðan má að sjálfsögðu gera „Októberfest“ mat í hvaða mánuði sem er, hahaha! Best er að sjóða kringlurnar fyrst í matarsódavatnsbaði til að þær fái hið eina rétta saltkringlubragð og áferð, svona pínu teygjanleg en um leið mjúk að innan og stökk að utan. Þetta hljómar kannski flókið en er það alls ekki og ég var ekki lengi að útbúa þessa snilld því hefunartíminn er stuttur!

Mismunandi bjórglös fyrir mismunandi bjóra

Bóndadagurinn þetta árið nálgast síðan óðfluga og margir sem vilja gefa bónda sínum gjöf í tilefni dagsins. Það eru til dæmis til alls kyns bjórglös, fyrir mismunandi tegundir af bjór sem gætu verið góð hugmynd að slíkri gjöf. Holmegaard glösin frá Húsgagnahöllinni eru klassaglös fyrir ekta bjóráhugafólk að mínu mati og er hægt að velja glas/glös fyrir þá bjórtegund sem ykkur hentar best.

Fullkomin gjöf væri fallegt glas, bjór og svo auðvitað heimabakaðar saltkringlur!

Hugmyndir fyrir bóndadaginn

Minn maður er mikill Stellu maður þó svo að vinir og ættingjar hafi mikið reynt að færa hann yfir í „harðari“ bjór, hahaha!

Hér fyrir neðan koma nokkur af þeim glösum sem fást í Húsgagnahöllinni og eru þau hvert öðru fallegra. Segi ekki annað en það er eins gott að ég sé nýbúin að taka til í skápunum því þessi eru komin á óskalistann!

Það er svo gaman að bera fram mat og drykki í fallegum glösum. Stout glösin væru líka fullkomin undir eftirrétti, súkkulaðimús, granóla með jógúrti og eftirréttardrykki og fleira….svona þegar það á ekki að drekka bjór úr þeim!

Flott bjórglös í Húsgagnahöllinni

Holmegaard Ale glas

Bóndadagsbjór í bjórglasi

Holmegaard Stout glas

Bóndadagsgjöf hugmynd

Holmegaard Pilsner & Wheat glas

Bóndadagurinn og bjór

Mjúkar saltkringlur uppskrift

Uppskrift gefur 14 saltkringlur

 • 350 ml volgt vatn
 • 1 þurrgerspoki
 • 1 msk. púðursykur
 • 1 tsk. salt
 • 30 g brætt smjör
 • 770 g hveiti
 • Sjávarsalt
 • 1,5 l vatn og 90 g matarsódi til suðu
 • Ostasósa
 1. Hrærið saman vatni, þurrgeri og púðursykri þar til gerið fer að freyða.
 2. Bætið þá salti og smjöri saman við og hveitinu í nokkrum skömmtum, hnoðið með króknum á hrærivélinni eða í höndunum í stórri skál.
 3. Mögulega þarf að setja aðeins minna/meira af hveitinu en best er að reyna að hafa deigið eins blautt í sér og hægt er, án þess þó að það klístrist við alla fingur/skál.
 4. Leyfið deiginu að hefast í skál sem búið er að pensla með matarolíu að innan í um 20 mínútur.
 5. Setjið á meðan vatn og matarsóda í pott og hitið að suðu ásamt því að hita ofninn í 200°C.
 6. Skiptið deiginu niður í 14 hluta, rúllið hvern út í jafna lengju sem er um 50 cm á lengd. Reynið að endurhnoða deigið sem minnst og halda í því loftinu því þá verða kringlurnar mýkri í sér.
 7. Takið jafnóðum hverja lengju, snúið upp á endana og mótið út henni kringlu. Leggið varlega í pottinn og sjóðið í um 20 sekúndur. Ég notaði kleinuspaða til að veiða þær upp úr og best er að hrista vatnið vel af þeim og leggja þær síðan á bökunarpappír á bökunarplötu.
 8. Stráið sjávarsalti yfir hverja kringlu og bakið í um 10-12 mínútur eða þar til þær verða vel gylltar. Ég kom 7 og 7 kringlum fyrir á sitthvorri plötunni.
 9. Berið fram með heitri ostasósu.
Mjúkar saltkringlur eða pretzels eins og þær heita erlendis

Þessar saltkringlur eru guðdómlegar með heitri ostasósu, namm!

Októberfest matur

Hér er síðan að finna alls kyns sniðugar hugmyndir fyrir bóndadaginn!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun