
Það var búið að óska eftir hollum og góðum hugmyndum fyrir morgunverð og millimál hér inni um daginn og hér kemur ein fersk og góð!

Granólaglas
- Granóla
- Hrein AB mjólk frá MS
- Kiwi
- Bláber
- Smá Agave sýróp
- Setjið smá Granóla í botninn á glasi/krús, síðan AB mjólk yfir og svo niðurskorið kiwi og bláber.
- Endurtakið og toppið að lokum með smá agave sýrópi og njótið.

Þetta er svo fljótlegt og gott og svo má auðvitað nota aðra ávexti, ber, bæta við kókosflögum eða því sem hugurinn girnist.
