Morgunverðardásemd⌑ Samstarf ⌑
Morgunverðarhugmynd með grískri jógúrt og passion fruit

Mér finnst mikilvægt að fá góðan morgunverð og sérlega inn á milli yfir jólahátíðirnar er gott að fá sér eitthvað létt og ferskt.

Grísk jógúrtskál með St.Dalfour sultu

Mango & Passionfruit sultan frá St.Dalfour fer einstaklega vel með grísku jógúrti, granóla og kókosflögum. Á þessu heimili var í það minnsta slegist um glösin og ég myndi segja þetta sé hinn fullkomni morgunverður, millibiti eða hvað sem hentar ykkur!

Grískt jógúrt með granóla

Morgunverðardraumur

Uppskrift dugar í um 5 glös

 • 1 krukka St. Dalfour sulta með Mango & Passionfruit
 • 900 g grísk jógúrt
 • Granóla (mínus rúsínur)
 • Ristaðar kókosflögur
 • Hunang
 1. Setjið smá gríska jógúrt í hvert glas.
 2. Næst kemur smá granóla, síðan um 2 teskeiðar af sultu og aftur granóla.
 3. Þá má setja aftur gríska jógúrt og toppa með smá granóla, ristuðum kókosflögum og smá hunangi.
 4. Gott er síðan að hræra upp í öllu saman þegar það á að njóta þess.
St.Dalfour með mango og passionfruit

Mæli sannarlega með því að þið prófið þessa dásemd yfir hátíðirnar!

Grísk jógúrt með mengó og passion fruit

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun