Páskajógúrt



⌑ Samstarf ⌑
Grísk jógúrt með granóla agave sýrópi kókosflögum og granóla fyrir brönsinn

Það er svo frábært hvað sumt er ótrúlega einfalt og um leið svo ofboðslega gott! Þessi framsetning á grísku jógúrti og granóla er algjörlega fullkomin á morgunverðarhlaðborðið, sem morgunmatur einn og sér eða millimál yfir daginn.

Grísk jógúrt með granóla agave sýrópi kókosflögum og granóla fyrir brönsinn

Páskajógúrt

Uppskrift dugar í 5 litlar krukkur

  • 1 dós grísk jógúrt frá Gott í matinn (350 g)
  • 5 tsk. agave sýróp
  • Granóla
  • Bláber
  • Kókosflögur
  1. Skiptið jógúrtinu niður á milli krúsanna.
  2. Sprautið um 1 tsk. af agave sýrópi ofan á og toppið með granóla, berjum og kókosflögum.
Grísk jógúrt með granóla agave sýrópi kókosflögum og granóla fyrir brönsinn

Hér er ekki beint um uppskrift að ræða heldur aðeins samsetningu á hráefni sem fer undurvel saman, namm!

Morgunverðarbakki fyrir brönsinn með amerískum pönnukökum ávöxtum grískri jógúrt beikoni eggi avókadó og skinkusalati

Ég er í það minnsta búin að hugsa um þessa jógúrtkrús síðan ég útbjó hana um daginn svo ég veit hvað verður á morgunverðarhlaðborði páskanna hjá mér!

Grísk jógúrt með granóla agave sýrópi kókosflögum og granóla fyrir brönsinn

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
    0
    Karfan þín
    Karfan er tómNetverslun