Svínalund með sveppasósu⌑ Samstarf ⌑
Svínalund með kartöflumús, salati og sveppsósu

Svínalund er dýrindis matur sé hún elduð á réttan máta og ekki skemmir fyrir hvað hún er á góðu verði, yfirleitt mun ódýrari en margar steikur.

Svínalund með kartöflumús, salati og sveppsósu

Hér er svínalundin búin að liggja í marineringu og er síðan elduð í ofni. Hana væri einnig gott að grilla en þennan daginn var snjóstormur úti svo við lögðum ekki í að taka grillið út, hahaha. Með lundinni er ofurgóð sveppasósa með skalottlauk, kartöflumús með hvítlauk og gott salat.

Svínalund með kartöflumús, salati og sveppsósu

Á þessu heimili borðuðu allir vel og sú yngsta sem er algjör gikkur fékk sér þrisvar sinnum á diskinn svo það eru klárlega góð meðmæli.

Svínalund með kartöflumús, salati og sveppsósu

Svínalund og meðlæti

Fyrir um 5-6 manns

Svínalund

 • Um 900 g svínalund (keypti 2x grísalundir um 450 g hvor)
 • Bezt á svínið krydd
 • 8 msk. ólífuolía
 • 5 msk. soyasósa
 • 2 msk. gult sinnep
 • 4 msk. púðursykur
 1. Snyrtið svínalundina, þerrið og kryddið með Bezt á svínið kryddi allan hringinn.
 2. Blandið öllum öðrum hráefnum saman í skál og pískið saman.
 3. Hellið um 1/3 af marineringunni í aðra skál og geymið þar til síðar fyrir penslun og veltið svínalundinni vel upp úr restinni og leyfið henni að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi). Gott að gera þetta í stórum ZipLock poka.
 4. Hitið ofninn í 200°C og byrjið að elda lundina með álpappír yfir, hækkið síðan upp í 220° síðustu 10 mínúturnar, takið álpappírinn af og setjið grill stillinguna á, penslið um leið restinni af marineringunni á lundina. Það tekur ekki nema um 30 mínútur að elda litlar lundir eins og þessa, séu þær sverari tekur það lengri tíma og því er alltaf best að notast við kjöthitamæli.
 5. Eldið í ofni þar til kjarnhiti sýnir um 70° og leyfið steikinni síðan að standa í að minnsta kosti 10 mínútur áður en hún er skorin.
Svínalund í ofni

Sveppasósa

 • 250 g kastaníusveppir
 • 1 skalottlaukur
 • Um 3-4 msk. smjör
 • 500 ml rjómi
 • 200 ml vatn
 • 1 pk TORO „Kantarell & Sjampinjongsaus“
 • 1 pk TORO „Kremet Kyllingsaus med basilikum & sjalottlok“
 • 1 tsk. púðursykur
 • 2 tsk. ferskt timian (smátt saxað)
 • Salt, pipar og cheyenne pipar
 1. Skerið sveppi í sneiðar og saxið laukinn niður, steikið upp úr smjöri og saltið.
 2. Hellið rjóma og vatni í pottinn og pískið báðar tegundir af sósudufti saman við.
 3. Bragðbætið með púðursykri, fersku timian og salti, pipar og cheyenne pipar eftir smekk.
Sveppasósa með skalottlauk, sveppum og TORO sósu

Þessi sósa er ofur einföld og TORO sósuduftin passa mjög vel saman og útkoman er hreint út sagt dásamleg, namm!

TORO sósuduft notað í dýrindis sveppasósu með skalottlauk

Hvítlauks kartöflumús

 • 4-5 bökunarkartöflur
 • 2 hvítlauksrif (rifin)
 • 3 msk. smjör við stofuhita
 • 2 msk. rjómi
 • 2 tsk. ferskt timian (smátt saxað)
 • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk
 1. Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru orðnar mjúkar í gegn.
 2. Afhýðið kartöflur, setjið í hrærivélarskál með K-inu, hrærið á lægsta hraða og bætið öllum öðrum hráefnum saman við.
 3. Smakkið til og berið fram með steikinni og sósunni.
Kartöflumús með hvítlauk

Salat

 • Blandað salat úr poka
 • Vínber skorin í tvennt
 • Brómber
 • Fetaostur
 • Furuhnetur
Salat með brómerjum, fetaosti, vínberjum og salati

Þessi máltíð var alveg dásamleg í alla staði!

Svínalund með kartöflumús, salati og sveppsósu

Megið endilega fylgja Gotterí líka á INSTAGRAM

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Flokkar

0
  0
  Karfan þín
  Karfan er tómNetverslun